Ráðstafanir í skattamálum

Laugardaginn 19. desember 2009, kl. 17:24:07 (0)


138. löggjafarþing — 54. fundur,  19. des. 2009.

ráðstafanir í skattamálum.

239. mál
[17:24]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hallinn á fjárlögum á þessu ári er sennilega um 160 milljarðar kr. Gert er ráð fyrir að hallinn á fjárlögum á næsta ári verði um 100 milljarðar kr. Hvers vegna lokum við ekki gatinu, stoppum í það að öllu leyti? Vegna þess að við viljum ekki ganga lengra í niðurskurði á velferðarútgjöldum og við viljum ekki ganga lengra í skattheimtu. Við erum að reyna að finna meðalhófið, feta meðalveginn. Það var gleðilegt að lesa yfirlýsingar framkvæmdastjóra ferðaþjónustunnar áðan á visir.is sem sagði að hún væri þakklát fyrir þær breytingar sem gerðar hefðu verið á þessu frumvarpi. Það var hlustað á okkur. (Forseti hringir.) Það er þetta sem við höfum reynt að gera. (Forseti hringir.) Við höfum hlustað á þá sem hagsmuna eiga að gæta í þjóðfélaginu (Forseti hringir.) jafnframt því sem við fylgjum þeirri stefnu sem er (Forseti hringir.) rauður þráður í skattkerfisbreytingu ríkisstjórnarinnar: (Forseti hringir.) Að stuðla að félagslegu jafnrétti í þjóðfélaginu.