Ráðstafanir í skattamálum

Laugardaginn 19. desember 2009, kl. 17:36:58 (0)


138. löggjafarþing — 54. fundur,  19. des. 2009.

ráðstafanir í skattamálum.

239. mál
[17:36]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um breytingartillögu þar sem annars vegar er fellt út svokallað 14% virðisaukaskattsþrep. Það er mjög af hinu góða og er í samræmi við óskir umsagnaraðila og áherslur okkar í minni hluta efnahags- og skattanefndar. Jafnframt eru greidd atkvæði um að færa virðisaukaskattinn í heimsins hæsta virðisaukaskatt. Hér er verið að auka gríðarlega skattbyrðina á borgara þessa lands og ég segi nei við þessu.