138. löggjafarþing — 60. fundur,  22. des. 2009.

breyting á heimildarlögum um stóriðju vegna skattgreiðslna 2010, 2011 og 2012 o.fl.

318. mál
[12:06]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Þessi aðferðafræði tel ég að sé sú sama og sjálfstæðismenn hafa lagt til á fyrirframgreiðslu skatts af innstreymi í lífeyrissjóði. (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Nei.) Ég er andsnúin þeirri tillögu sem og þessari. Ég mun þó styðja hana í ljósi þess að ég er stjórnarþingmaður og ber ábyrgð á tekjuöflun fyrir ríkissjóð.

Þá vil ég segja það um þessi ágætu stóriðjufyrirtæki, sem ætla að greiða skattinn fyrir fram með þessum hætti, að mér hefði þótt eðlilegra að þau legðu af mörkum meira, ekki bara fyrir fram. Ég mun vinna að því sem stjórnarþingmaður í framhaldinu og tel að fyrirtækin sem voru lokkuð hingað með gylliboðum, því að þau þóttu svo nauðsynleg fyrir íslenskt atvinnulíf, hefðu átt að geta lagt meira af mörkum. En ábyrgðar minnar vegna sem stjórnarþingmaður segi ég já. (Gripið fram í.)