138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[13:41]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Ef fram koma óskir um að greiða um það atkvæði eða bera það upp við fundinn að hér verði kvöldfundur mun forseti að sjálfsögðu gera það, en taldi sig vísa til þess samkomulags sem náðist milli forustumanna stjórnmálaflokkanna fyrir jól um hvernig þinghaldi skyldi háttað. Ef óskir berast um að greiða atkvæði um hvort hafa eigi kvöldfund mun forseti að sjálfsögðu verða við því.