138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:34]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Guðbjartur Hannesson) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Enn og aftur er með ólíkindum að heyra kallað utan úr sal: Að keyra þjóðina fram af. Eigum við ekki að reyna að ræða það hverjir eru að keyra þjóðina fram af og hverjir hafa valdið því. (Gripið fram í.) Ég skora á ykkur að skoða það. (Gripið fram í.) Ég skora á Framsóknarflokkinn að gera upp fortíð sína (Gripið fram í.) um gjafir á bönkunum og allt það sem tilheyrir. Þegar við ræðum hér um að hafa tekið málið út úr nefndinni fyrir jólin held ég að hv. þm. Höskuldur Þórhallsson ætti að upplýsa að ég bauðst til að bíða fram á Þorláksmessu. (Gripið fram í.) Hv. þingmaður hafði engan áhuga á því frekar en aðrir vegna þess að þeir vissu að þeir ætluðu að gera ágreining um þetta hvort sem var. Við vorum búin að fá allar upplýsingar, það lá fyrir í samkomulaginu að við þyrftum ekki að bíða eftir IFS.

Höfum það sem sannara reynist og verum ekki að (Gripið fram í.) reyna að hræra í grautnum á eftir. (Gripið fram í.) Það var ekkert tekið fram um það í neinu af því samkomulagi sem gert var fyrir utan að það lá fyrir þegar þetta var að við fengum kynningu á niðurstöðunum í fjárlaganefnd, (Gripið fram í: Málið var …) fórum yfir þær, fengum glærur frá IFS, (Gripið fram í.) vandað álit, vel unnið og fékk ágætisumfjöllun. Niðurstaðan liggur fyrir. (Forseti hringir.) Það er hún sem verður til afgreiðslu í Alþingi. (Forseti hringir.)