138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:06]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég verð að játa að þetta svar olli mér kannski meiri áhyggjum en ræða hv. þingmanns, því að svarið lýsti beinlínis hættulegu vanmati á stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og í efnahagslegu tilliti. Það er auðvitað áhyggjuefni þegar einn af forustumönnum eins af stærstu stjórnmálaflokkum landsins skuli fjalla um þetta erfiða mál af slíku óraunsæi í umræðu í þinginu vegna þess að það er einfaldlega ekki þannig að við segjum bara: nei, við borgum ekki. Það er öllum ljóst sem skoða málið (GBS: Þetta er ekki samningur.) að það mun sannarlega hafa verulega miklar afleiðingar og allir sem þekkja til þess að vinna sig út úr erfiðleikum vita að það sem máli skiptir í erfiðleikum er að eyða óvissu, er að ná samningum við lánardrottna sína, (Forseti hringir.) að ljúka málum til þess að geta hafið sókn og uppbyggingu. Það er það sem við eigum að gera hér (Forseti hringir.) á þessari hátíð. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)

(Forseti (SVÓ): Þögn í salnum.)