138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:17]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og fram kemur í minnisblaði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur var hún auðvitað að bögglast með þá arfleifð sem þetta minnisblað við Hollendinga var í samningaviðræðum við hollenska utanríkisráðherrann í kjölfar þess að Brussel-viðmiðin voru sett. Þar vitnar hollenski utanríkisráðherrann áfram í þau kjör sem þar var talað um. Fyrrverandi hæstv. utanríkisráðherra reynir að fá hann frá þeim kjörum og til að samþykkja betri kjör en búið var að skrifa upp á af fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki þannig að formaður Sjálfstæðisflokksins geti komið eins og hvítþveginn engill og haldið því fram að sá flokkur beri enga ábyrgð á tilurð þessa máls. Það er líka ljóst af bréfaskriftum hæstv. fjármálaráðherra og formanns samninganefndarinnar frá því í aprílbyrjun (Forseti hringir.) til hollensku viðsemjendanna að fulltrúar Íslands eru alltaf að reyna að plokka (Forseti hringir.) þá burt (Gripið fram í.) úr öryggi þessa minnisblaðs sem skrifað var undir (Forseti hringir.) og vitna sérstaklega til sem samkomulags í málinu (Forseti hringir.) af hálfu hæstv. þáverandi fjármálaráðherra. (Forseti hringir.)