138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:29]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég upplifi þetta ekki sem hótanir frá Evrópusambandinu af neinu tagi, ég upplifi það ekki þannig. Við höfum hins vegar gengist undir EES-samninginn, ekki satt? Honum fylgja ákveðin réttindi en einnig ákveðnar skuldbindingar. Jafnræðisreglan er náttúrlega ein höfuðregla Evrópusambandsins. Ég hef ekki upplifað þetta sem einhverjar hótanir frá Evrópusambandinu en við erum í þessum samskiptum og þar gilda ákveðnar reglur og ef við ætlum að fara gegn þeim hljótum við að vera að setja samninginn í uppnám.