138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:39]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil aðeins ræða áfram um lánshæfismatið vegna þess að lánshæfismat skiptir þjóðina mjög miklu máli. Það skiptir mjög miklu máli að við skorum hærra á lánshæfismatinu og það er slæmt fyrir þjóðina ef við förum neðar og að horfur okkar séu neikvæðar. Þær þurfa að vera stöðugar og við þurfum að fara upp á við til þess að bæði ríkið og stóru fyrirtækin okkar fái ódýr lán. Nú eru erlendir lánamarkaðir lokaðir fyrir Íslendingum en við þurfum nauðsynlega á þeim að halda vegna þess að við þurfum t.d. að endurfjármagna okkur.

Ég á, virðulegur forseti, erfitt með að tala fyrir aðra en sjálfa mig úr þessum ræðustól.