138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:41]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get talað fyrir mig og ég hef verið þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að leysa Icesave-málið fljótt og vel. Ég hef einnig verið þeirrar skoðunar að þessi samningur sé ásættanlegur. Sjö ára greinin skiptir okkur mjög miklu máli og vextirnir eru með þeim betri sem okkur hafa boðist undanfarið.

Hins vegar voru fyrirvararnir sem voru samdir nú í sumar öryggisnet fyrir okkur þannig að ég get ekki sagt annað en að því leyti hafi samningarnir batnað í meðförum þingsins. En ég er á því nú, eins og við 2. umr., að samningarnir séu ásættanlegir.