138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:18]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Sjálfstæðisflokkurinn hefur margoft tekið á sig ábyrgð. Hann setti sérstakt starf í gang innan flokksins einmitt um hrunið og ábyrgð flokksins á því hruni. (Gripið fram í.) Það var gert og það var skipt um alla forustu í Sjálfstæðisflokknum meira og minna, þannig að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að taka ábyrgð. (Gripið fram í.) Það sama gerðist ekki í Samfylkingunni. (Gripið fram í.) Þetta er dálítið merkilegt, (Gripið fram í.) Samfylkingin var nefnilega … (VBj: Þurfa þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki að taka neina ábyrgð?)

Ég kemst bara ekkert að hérna fyrir frammíköllum. Fæ ég lengri tíma eða …?

(Forseti (SF): Þingforseti vill biðja hv. þingmenn um að gefa ræðumönnum hljóð. Það er einungis ein mínúta til ráðstöfunar og það lágmarkskurteisi að fólk geti talað úr ræðustóli Alþingis. Gjörðu svo vel, hv. þingmaður.)

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að axla sína ábyrgð, þrír ráðherrar eru hættir í pólitík. (Gripið fram í.) Það hefur ekki gerst í Samfylkingunni, hún hefur ekki axlað neina ábyrgð og hún er stöðugt að víkja sér undan því að hún hafi verið í ríkisstjórn. Það hefur meira að segja þurft að fá hæstv. utanríkisráðherra til að viðurkenna það að hann hafi verið í ríkisstjórn á þessum tíma. (Gripið fram í.)