Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 29. desember 2009, kl. 11:53:34 (0)


138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:53]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í fullkominni vinsemd ætla ég að gera það og þá ber að hafa í huga að Icesave-málið, eins og við þekkjum það og höfum fjallað um í marga mánuði, er til komið vegna hruns eins banka. Ef við skoðum þennan blessaða innstæðutryggingarsjóð kemur náttúrlega í ljós að hann var varla til þess vaxinn að mæta nokkru áfalli. Hér var hins vegar farið að evrópsku regluverki (Gripið fram í.) og það vekur athygli — Icesave-málið, hv. þingmaður, er til komið vegna hruns eins banka, það er augljóst. Það er væntanlega ekki komið til út af hruni annarra banka. Icesave-málið tengist Landsbanka Íslands, einum banka, og er til komið vegna hans.