Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 29. desember 2009, kl. 12:00:43 (0)


138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:00]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það verður að hafa það alveg á hreinu í þessari umræðu að með gerð Icesave-samninganna erum við meðal annars að reyna að endurreisa orðspor okkar úti í heimi, (Gripið fram í.) sem er afskaplega mikilvægt, og það ættu jafnsnjallir fjármálamenn og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hér í þingsalnum eru, að vita að það er grunnurinn að því að endurreisa Ísland. (Gripið fram í.)

Þannig háttar til með Samfylkinguna í þessari umræðu (Gripið fram í.) að við viljum gangast við þessari skuldbindingu, (Gripið fram í.) við viljum þrífa upp skítinn (Gripið fram í.) eftir aðra flokka, eitthvað sem aðrir ætla ekki að gera (Gripið fram í.) og hafa aldrei haft áhuga á í þessari umræðu, (Gripið fram í.) eins og löngu er komið í ljós. (Gripið fram í.)