Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 29. desember 2009, kl. 23:07:52 (0)


138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:07]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Skjölin frá því í mars, nokkur skjöl sem eru með mismunandi dagsetningum, eru að hluta til sömu skjölin uppfærð og með mismunandi dagsetningum. Sum þeirra hafa greinilega ekki verið send eða afhent af lögmannsstofunni (Gripið fram í: … ekki séð þau.) (Gripið fram í.) og önnur hafa legið fyrir í möppum þingmanna og/eða verið á upplýsingavefnum island.is mánuðum saman. Það er staðreynd að sum þessara plagga hafa verið þar mánuðum saman. (Gripið fram í.) Þetta eru hins vegar, svo það sé líka haft í huga, gögn sem tengjast undirbúningsvinnu áður en sjálfar samningaviðræðurnar fóru af stað. Að sjálfsögðu geta þau varpað ljósi á stöðu málsins eins og það var á þeim tíma (Gripið fram í.) en þau breyta ekki inntaki samninganna sem hér liggja fyrir og eru til afgreiðslu. (Gripið fram í: Forsendurnar.) Þau gera það ekki. (Gripið fram í.)