Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 29. desember 2009, kl. 23:10:31 (0)


138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:10]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Að sjálfsögðu meta þingmenn gögn hver með sínum hætti, en ég hlýt líka að mega hafa skoðun á því (Gripið fram í: Ha? Nú?) (Gripið fram í.) og lýsa mínu mati á því. Eitthvað þekki ég til málsins. (Gripið fram í: … skjölin.) (VigH: En við?) Það er að sjálfsögðu þannig að fyrri ríkisstjórn komst að þeirri niðurstöðu í byrjun janúarmánaðar að höfða ekki mál vegna beitingar hryðjuverkalaganna en lýsti því yfir þá um leið að hún mundi styðja skilanefndir gömlu bankanna ef þeir kysu að höfða mál. Annar þeirra ákvað að gera það, Kaupþing, og tapaði því fyrir nokkru síðan eins og kunnugt er. Hinn gerði það ekki. (Gripið fram í: Við erum að tala um …) Þá þegar var sá þáttur málsins kominn í þann farveg að ef menn ætluðu að reyna að auka verðmæti eigna búanna með málaferlum var það í höndum þeirra sem þeirra hagsmuna gættu. Stjórnvöld lofuðu fjárstuðningi og hafa staðið við hann og borgað hundruð milljóna króna vegna málaferla Kaupþings í Bretlandi sem því miður enduðu illa. En það er ekkert nýtt inn í þetta samhengi að málið var þegar i janúarmánuði sl. (Forseti hringir.) komið inn á þetta spor. (Gripið fram í.)