Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 29. desember 2009, kl. 23:17:31 (0)


138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:17]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Já, herra forseti, ég trúi hæstv. utanríkisráðherra og ég geri það með afar góðri samvisku. [Hlátur í þingsal.] Það er ljóst af gögnum málsins að kynning var fyrirhuguð, það er alveg ljóst, því að tveim dögum áður liggur það fyrir að lögmannsstofan var að undirbúa slíka kynningu. En ég hef ástæðu til að ætla að hún hafi síðan aldrei farið fram (Gripið fram í.) í þeim skilningi að ráðherra hafi verið sýndar neinar myndir. Það skýrir eðlilega tvennt, hvers vegna ráðherra vissi ekki um tilvist skjalsins og hvers vegna það var ekki til í skjalasafni utanríkisráðuneytisins þegar farið var að leita að því. Það held ég að skýri málið fullkomlega. (Gripið fram í.)