Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 29. desember 2009, kl. 23:43:17 (0)


138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:43]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég er komin hingað upp til að taka undir orð hv. þm. Birgis Ármannssonar. Þessum fundi verður að fresta núna, þessum fundi verður að fresta þar til niðurstaða kemur í fund formanna flokkanna. Ég sé enga ástæðu til að halda þessum fundi hér gangandi því að á meðan hann er gangandi koma þingmenn áfram fram með þessa kröfu þar til forseti frestar fundinum. Fresti forseti ekki fundi nú er forseti að valta yfir þingið og þar með þjóðina því að þingmenn eru hér í umboði þjóðarinnar.