Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 29. desember 2009, kl. 23:44:05 (0)


138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:44]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það liggur við að manni sé hálfskemmt vegna þess að nú streyma í þinghúsið þingmenn stjórnarmeirihlutans, greinilega í mikilli óvissu um hvað hér er á seyði. Ég held að það væri mjög skynsamlegt að fresta fundi á meðan formenn stjórnmálaflokkanna eru að ræða saman.

Mig langar enn á ný að vekja athygli á alvarlegu máli, því að bæði hæstv. utanríkisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra segja lögmannsstofuna sem þeir leituðu sjálfir til fara með rangt mál. Það er grafalvarlegt, hæstv. forseti, og ég ítreka kröfu mína um að fundi verði frestað.