Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Þriðjudaginn 29. desember 2009, kl. 23:50:45 (0)


138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:50]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ef það hefur farið fram hjá einhverjum þá eru þingstörf í fullkominni upplausn. Við erum hér og eins og margoft hefur komið fram eru sumir búnir með báðar ræður sínar sem eru algjörlega úreltar sökum þess að öll gögn vantaði, ekki öll en alla vega þau gögn sem eru að detta inn núna. Það vantar líka gögn sem eru á leiðinni.

Hæstv. ráðherrar hafa ekki áhuga á því að upplýsa og styðja með rökum fullyrðingar sínar um það að til sé bresk lögmannsstofa sem hafi fabúlerað um samskipti við aðalsamningamann Íslands í Icesave-deilunni og hafi fabúlerað um fundi í London með hæstv. utanríkisráðherra. Virðulegi forseti, það er alveg lágmark að fresta fundi núna ef menn vilja að einhver bragur sé á þessu máli sem (Forseti hringir.) allir þingmenn eru sammála um að sé stærsta mál sem þingið hefur fjallað um lengi og kannski (Forseti hringir.) bara um alla framtíð.