Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 15:54:07 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:54]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég búinn að halda mínar tvær ræður í 3. umr. um þetta mál sem við ræðum hér endalaust og get ekki talað meira. Nú hafa komið í ljós gögn með mjög alvarlegum upplýsingum sem segja jafnvel að sendiherra landsins hafi ekki tjáð utanríkisráðherra allt það sem hann vissi. Þetta er hugsanlegt og ég vil endilega geta tjáð mig um þetta stóra mál. Þess vegna óska ég eftir því að skotið verði inn utandagskrárumræðu um Icesave-málið þannig að ég geti tjáð mig um þetta mál. Ég óska eftir því hér með, frú forseti.