Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 16:00:25 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:00]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kom hér upp undir liðnum um fundarstjórn forseta til að óska eftir því að gert yrði hlé á þingfundi nú klukkan fjögur þegar formenn flokkanna áætluðu að hittast. Svo koma fram nýjar upplýsingar um að búið sé að fresta þeim fundi. Frú forseti. Hér ríkir alveg gríðarleg ringulreið. Hvað er um að vera? Er það ekki krafa okkar þingmanna að fá að vita hvar málin eru stödd og hvað er um að vera hér í þinghúsinu?

Svo virðist einnig vera að þeir ráðherrar sem nú sitja líti svo á að vald þeirra sé komið frá guði. Þingmenn sækja vald sitt til þjóðarinnar, ráðherrar og forseti þingsins sækja vald sitt hér út í sal en ekki öfugt. Framkvæmdarvaldið hefur enga heimild eða leyfi til þess að valta yfir þingið, eins og fram hefur komið í þessu Icesave-máli. Hér kemur hæstv. utanríkisráðherra og segir að það sé ekkert í þessum pappírum og því eiga þingmenn að trúa. Frú forseti. Ég hafna svona vinnubrögðum. (Gripið fram í: Heyr, heyr. ) [Lófatak á þingpöllum.]