Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 16:10:04 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:10]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hér hafa gerst stórtíðindi í dag. Hingað í ræðustól kom áðan hv. þingmaður og formaður þingflokks Framsóknarflokksins og tilkynnti að hann hefði hér gögn undir höndum þar sem segði: „Kæri Össur, ég vona að þér líði frábærlega vel.“

Hafi einhvern tíma orðið vendipunktur í þessu máli, virðulegi forseti, er það nú. Ég hvet forseta til þess að halda þessari umræðu áfram til að geta rætt það út frá þeim gríðarlega mikilvægu upplýsingum sem hér voru lesnar upp í ræðu áðan.

Ég get bætt við þessar upplýsingar svipuðum tölvupóstum, virðulegi forseti, þar sem sendandi segir: „Hvenær kemur þú til London?“ Og svarið er: „Klukkan 20 í kvöld.“ (Gripið fram í: Fór hann til London?) (GÞÞ: Fór Össur til London …?) Og þetta er tölvupóstur á milli aðila óskyldum Mishcon de Reya. Sú lögfræðiskrifstofa dreifir tölvupóstum um allan heim sem henni koma ekkert við. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) [Háreysti í þingsal.] Ætli það gæti verið ástæðan (Gripið fram í.) fyrir því (Forseti hringir.) að verið er að reyna að koma vitinu fyrir þessa lögfræðistofu (Gripið fram í.) sem dreifir gögnum (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) þriðja aðila sem enginn hefur beðið um, virðulegi forseti? (Gripið fram í.)

(Forseti (ÞBack): Hljóð í salnum. Forseti biður um hljóð í salnum. (Gripið fram í.) [Háreysti í þingsal.] Forseti biður um hljóð í salnum og hljóð á pöllum. )