Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 16:20:04 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:20]
Horfa

Árni Johnsen (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það gengur auðvitað ekki að Alþingi berji höfðinu við steininn. Nú er sú staða í þessari málsmeðferð að það er ekki hægt að ganga til lokaverka eins og til stóð. Nýjar upplýsingar hafa komið fram sem krefjast þess í einu og öllu að þær séu skoðaðar og krufnar til mergjar.

Staðan eins og hún er núna minnir á lýsingar af þjóðfundinum 1851 þegar Trampe greifi beitti valdi í nafni konungsins til þess að stöðva þingfund og fræg er setningin sem vitnað er til og kennd við Jón Sigurðsson þegar allir þingmenn stóðu og sögðu: (Forseti hringir.) Vér mótmælum allir.

Þannig er staðan núna. (Forseti hringir.) Látum ekki þjóðfundinn 1851 endurtaka sig í dag.