Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 18:27:35 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:27]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get tekið undir það með hv. þingmanni að það er miklu betra að hún viti um hvað hún ætlar að tala þegar hún fer hér í ræðustól (Gripið fram í.) og eins og sagði hún sjálf á það við um fleiri stjórnarandstæðinga en (Gripið fram í.) hana eina. (Gripið fram í.)

Ég tek undir þá ósk hv. þingmanns að hún fái að vita um hvað hún mun tala í ræðustól, ég hvet hana til þess. Það væri mikil og góð breyting á málflutningi stjórnarandstæðinga ef þeir mundu reyna að gera það, þótt væri ekki nema annað hvort skipti.

Stjórnarandstaðan hefur komið hér upp í liðnum um fundarstjórn forseta æ ofan í æ í allt haust í þeim tilgangi einum að reyna að fá fundum frestað, (Gripið fram í: Þetta er bull.) að reyna að fá að hætta að tala um málið. (Gripið fram í.) Þetta hefur verið þeirra aðalumræðuefni í dagskrárliðnum um fundarstjórn forseta, virðulegi forseti.