Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 21:35:36 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:35]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Frá upphafi þessa máls hefur Framsóknarflokkurinn barist fyrir því að öll gögn yrðu uppi á borðinu og að öll sjónarmið yrðu tekin til skoðunar. Það hefur á margan hátt tekist og langstærstur hluti þjóðarinnar áttar sig á því hversu slæmt og alvarlegt mál er hér á ferðinni. Því ber að fagna. Engu að síður eru enn þá ókönnuð gögn sem varpað geta ljósi á þetta mál, gögn sem hafa ekki verið lögð fram eins og kom fram hér fyrr í dag.

Við framsóknarmenn greiðum atkvæði með frávísunartillögu Sjálfstæðisflokksins, enda er okkar frávísunartillaga af sama meiði.