Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 21:53:12 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:53]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg):

Frú forseti. Mín niðurstaða í þessu hörmulega Icesave-máli er sú, eins og ég hef áður kynnt í þessum ræðustól, að Alþingi komist ekki lengra með þetta mál eftir allt sem á undan er gengið. Málið er þrátt fyrir allt í núverandi formi mun skárra en það var í upphafi, mun skárra en það var í byrjun sumars, enda lögðum við mörg mikið á okkur til að bæta skilmála samningsins í sameiningu.

Þetta er mín niðurstaða en um leið fagna ég þeirri breytingartillögu sem hér liggur fyrir. Ýmsir segja að ekki sé hægt að leggja milliríkjasamning undir þjóðaratkvæði. Ég er ósammála því. Icesave er auk þess enginn venjulegur milliríkjasamningur. Að mínu mati er hægt að setja allt í þjóðaratkvæðagreiðslu sé fyrir því víðtækur lýðræðislegur vilji því að allt vald kemur frá fólkinu. (Forseti hringir.) Ég segi já.