Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 21:54:28 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:54]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Hér hefur oftsinnis verið rætt um þjóðaratkvæðagreiðslur og engir hafa talað meira fyrir þeim en þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Þeir hafa aðallega fært rök fyrir því en rökin gegn því eru ýmiss konar. Ein rök eru t.d. þau að almenningur hafi ekki tækifæri til þess að setja sig inn í mál. Hér hefur margoft komið fram að það er búið að ræða þetta mál í 8–12 mánuði, nokkurn veginn hver einasti Íslendingur er búinn að móta sér skoðun og þekkir þetta mál vel. Það er ekkert mál betur til þess fallið að fara í þjóðaratkvæði en mál sem er búið að fá jafnmikla umfjöllun í þjóðfélaginu og þetta mál. (Gripið fram í: Rétt.) Það getur því ekki annað verið, virðulegi forseti, en að hér muni þeir aðilar styðja þetta mál sem eru búnir að flytja tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslur, ég tala nú ekki um af því að þeir eru búnir að fella þá tillögu að þjóðin fái að greiða atkvæði um ESB.

Ég segi að sjálfsögðu já.