Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 22:13:29 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:13]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Nokkrum sinnum hef ég staðið hér að tillöguflutningi um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ég óska þess [Kliður í þingsal.] (Forseti hringir.) innilega að við getum breytt stjórnarfarinu á þann veg að við notum þjóðaratkvæðagreiðslur miklu oftar en hefur tíðkast í okkar landi. (Gripið fram í: Bara ekki …) Ég vil taka til fyrirmyndar lönd eins og Danmörku og fleiri sem nota þessa aðferð miklu meira en við, að bera mál undir þjóðina.

Þar eru þó ákveðin mál sem fara aldrei í þjóðaratkvæðagreiðslur, eins og skattar, launahækkanir, eftirlaun, ríkisborgararéttur eða mál sem eru háð samkomulagi milli þjóða. (Gripið fram í.) Það mál sem við erum að fjalla um núna er einkaréttarsamningur, þetta er ríkisábyrgð, þetta er óvenjuleg afgreiðsla á máli. Þetta er ekki þjóðréttarlegur samningur. Ég tel að í þessu máli verðum við sem þingmenn og Alþingi að bera ábyrgð á þessum (Forseti hringir.) samningi því að í raun og veru getur hann náð yfir þá hluti (Forseti hringir.) sem aðrar þjóðir bera ekki undir þjóðaratkvæði. (Gripið fram í.) Ég segi nei.