Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 22:14:59 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:14]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ég virði sjónarmið þeirra sem styðja þessa tillögu. Ég mun ekki greiða henni atkvæði mitt fremur en þeim breytingartillögum öðrum sem fram eru komnar frá stjórnarandstöðunni. Ég mun heldur ekki styðja frumvarpið. Verkefni okkar nú hér í kvöld er að taka afstöðu til Icesave-samningsins. Síðan hlýtur það að vera hlutverk forseta Íslands að horfa til þess sem er að gerast í þjóðfélaginu almennt. Þar eru að safnast tugþúsundir undirskrifta og ég styð það að mál sem brenna á þjóðinni sem stór hluti þjóðarinnar vill að gangi til þjóðaratkvæðagreiðslu geri það. En verkefni okkar hér í kvöld er að taka afstöðu (Forseti hringir.) til Icesave-samningsins sjálfs. (Gripið fram í.)

Þið væruð betur komin að því að styðja (Forseti hringir.) þessa atkvæðagreiðslu um kvótakerfið sem þið hafið alltaf (Forseti hringir.) … [Háreysti í þingsal.]