Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 22:18:42 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:18]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ef málið hefði farið fyrir dómstóla eins og við framsóknarmenn hefðum talið eðlilegt og ef við gefum okkur að það hefði tapast hefði versta hugsanlega niðurstaða orðið sú að við ættum að greiða vexti frá 23. október sl. Engu að síður ákvað ríkisstjórnin að vextir skyldu greiðast frá 1. janúar sl., fyrir um ári. Þar með kastaði ríkisstjórnin 30 milljörðum kr. út í hafsauga. Þjóðinni ber engin lagaleg skylda til að greiða þessa umframvexti og ég vona að þingmenn geri sér grein fyrir því hversu gríðarlega miklir fjármunir eru í húfi.

Til að nefna sem dæmi (Forseti hringir.) var ríkisstjórnin að breyta skattalögunum til að sækja sér um 50 milljarða kr. Þessi (Forseti hringir.) fjárhæð gengur hátt upp í þá upphæð. (Gripið fram í.) Ég segi já.