Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 22:20:49 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:20]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Þeir fyrirvarar sem voru settir við málið hér í lok ágúst miðuðust við það að Íslendingar mundu hætta að greiða árið 2024 ef hagvöxtur þjóðarinnar yrði Íslendingum erfiður. Nú koma stjórnarliðar fram og segja: Það stóð aldrei til að hætta að greiða árið 2024. Hér geirneglum við það í fyrirvarana að komandi kynslóðir þurfa ekki að taka á sig skuldbindingar eftir afar erfið ár. Við erum að vernda börnin okkar með því að segja já við þessu ákvæði og ég hvet hv. þingmenn til að segja já við því. Ég segi já.