Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 22:25:34 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:25]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hinn svokallaði Ragnars H. Halls-fyrirvari hefur verið verulega útþynntur. Nú er það þannig að leita þarf liðsinnis EFTA-dómstólsins og bíða eftir úrskurði frá honum þannig að ábyrgðin geti mögulega orðið virk. Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður hefur sjálfur sagt að fyrirvarinn sé nánast algjörlega úr sögunni, hann sé verulega útþynntur. Þessi breytingartillaga Framsóknarflokksins er þó ekki verri en svo að ríkisstjórnin tók hluta af henni og setti inn í samningana. Þar voru reyndar gerð hrikaleg mistök því að um leið verður skorið úr um þennan þátt samkvæmt breskum lögum.

Ég segi já, frú forseti.