Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 22:32:50 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:32]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Þessir samningar vega að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Þeir stefna tækifærum ungra Íslendinga í voða. Alþingi Íslendinga hefur ekki leyfi til að binda hendur ófæddra Íslendinga á jafnveikum grunni og hér er gert.

Virðulegi forseti. Það eina rétta í þessari ömurlegu stöðu er að þingmenn sameinist um að verja hagsmuni og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar og hafni þessum samningum. Ég segi nei og vísa allri ábyrgð á þessa ömurlegu Icesave-kommúnistastjórn. [Hlátrasköll í þingsal.]