Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 22:33:53 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:33]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Frá því að þetta mál kom fram í júní hefur það verið skelfilegt. Ferill þess er lengri og hann er ekki góður heldur, en frá því að þetta kom til kasta þingsins hefur þetta verið skelfilegt mál. Það skánaði verulega í lok ágúst þegar fyrirvararnir voru settir eftir mikla vinnu í þinginu. Nú er verið að eyðileggja þessa fyrirvara eins og ítarlega hefur verið rakið í umræðum á þinginu og í fjölmörgum gögnum sem hér liggja fyrir. Það er óskiljanlegt að þeir þingmenn sem bundu stuðning sinn við þetta mál við fyrirvarana frá því í sumar skuli geta stutt það núna þegar búið er að eyðileggja alla þá fyrirvara og öryggisventla sem mestu máli skiptu fyrir Ísland. Ég segi nei. [Kliður í þingsal.]