Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 22:35:03 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:35]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Frú forseti. Ég bið um þögn, frú forseti. Ég held að það séu fáar stundir í lífi mínu sem ég er eins hrygg og núna. Ég var hrygg þegar við ákváðum að fara sem þjóð í Íraksstríðið, ég var hrygg þegar Kárahnjúkar voru fylltir eða Hálslón og ég er hrygg í dag út af því að ég veit að það er fólk hérna inni sem ég bara trúði ekki öðru en mundi fylgja hjarta sínu og sannfæringu en ætlar ekki að gera það. Við munum þurfa að glíma við risastór vandamál á næstu árum og þau verða engu skárri. Allt þetta skjól og allar þessar permafrost-óttagrýlur sem hér er varpað yfir okkur ef við samþykkjum þetta ekki eru ekki veruleiki, þetta er úlfur, úlfur.

Af hverju stöndum við ekki í lappirnar? Af hverju ætlum við að haga okkur eins og nýlenduþjóð? Þetta er skammarlegt.