Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 22:44:45 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:44]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég segi að sjálfsögðu nei við þessum hryllilega samningi sem hér er verið að þvinga í gegnum þingið og augljóslega búið að troða ofan í kokið á mörgum þingmanninum, mörgum þingmanni stjórnarinnar, því miður. Ég verð að segja, frú forseti, að í ljósi þess að sjá það og vita hversu nátengdur þessi samningur er Evrópusambandinu og þeirri kúgun sem kemur frá því batteríi er þessi atkvæðagreiðsla mjög sérstök, ég segi ekki annað, mjög sérstök. (Gripið fram í.) Þetta er mjög sérstakt og ég held að hæstv. utanríkisráðherra, sem ber einna mesta ábyrgð á þessum samningi, ætti að hafa sig hægan og hlusta frekar á okkur sem erum hér að vara við.

Frú forseti. Þessi ríkisstjórn er vanhæf til að gera þennan samning, hún er gjörsamlega ófær um að stjórna þessu landi, en þessi ríkisstjórn mun bera þennan kross alla tíð (Forseti hringir.) og hennar þingmenn. Það eru þeir sem samþykkja þennan ömurlega samning.