Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 22:46:59 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:46]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég hef barist í þessu máli í marga mánuði, frá því í byrjun sumars og lengur ef eitthvað er. Málið hefur farið stigversnandi dag frá degi í hvert skipti sem nýjar upplýsingar og ný gögn hafa komið fram. Það er eitt samt sem ég sé eftir og það er að ég skyldi ekki hafa varað fólk meira við hættunni af því að samþykkja Icesave, varað þjóðina við því að nú væri verið að leggja skuldir einkafyrirtækis, skuldir útrásarvíkinganna, á komandi kynslóðir. Börnin okkar munu bera þessar byrðar inn í framtíðina. Það er sú ábyrgð sem núverandi ríkisstjórn verður að axla og það er sorglegt (Forseti hringir.) að hugsa til þess að sumir þingmenn taka afstöðu eingöngu út frá því að (Forseti hringir.) þetta mál er nátengt Evrópusambandsaðild.