Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 22:50:57 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:50]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Við sem hér sitjum í kvöld gáfum kost á okkur til starfa á hinu háa Alþingi til að vinna heiðarlega og einarðlega að endurreisn Íslands. Það var og er ljóst að á leiðinni til endurreisnar eru björg sem ryðja þarf úr vegi. Við vorum ekki kosin til að hringsnúast í kringum þessi björg, heldur til þess að ryðja þeim úr vegi. (Gripið fram í: … þjóðarvilja.) Sá ruðningur er hvorki einfaldur né auðveldur en hann þarf að fara fram af fullum krafti. (Gripið fram í.)

Ég vildi að við bærum gæfu til þess að taka höndum saman í hreinsunarstarfinu og hættum að dansa frestunardans í kringum vandann. Þess vegna segi ég já.