Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 23:05:52 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:05]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Frú forseti. Icesave-samningarnir eru nauðungarsamningar, til komnir vegna einkavæðingar bankanna sem voru eign íslensku þjóðarinnar áður en Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur afhentu þá vinum sínum á silfurfati. Nú sitjum við, íslenska þjóðin, uppi með ábyrgð á athæfi fjárglæframanna og þá ábyrgð verðum við að axla til að tryggja Íslandi nauðsynlegar bjargir í efnahagslegri endurreisn. (Gripið fram í.) Stjórnarandstöðuflokkarnir eru í djúpri afneitun, svo alvarlegri að þeir hafa notað 180 dýrmætar stundir þingsins til að berja höfðinu við steininn því að þau vilja ekki horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna. [Háreysti í þingsal.] Ég segi já við þessu þungbæra frumvarpi, en ég vonast jafnframt til þess að þingmenn í þessum virðulega sal fylki nú liði með þeim okkar sem trúum á bjarta (Forseti hringir.) framtíð íslensku þjóðarinnar.