Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 23:15:21 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:15]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Það er rétt að það er auðveldara um að tala en í að komast að stjórna landinu og greiða úr þeim flækjum sem fylgja bankahruninu. En Ísland byggir kjarkmikið fólk. Hér býr kjarkmikil þjóð og ég hef trú á framtíð hennar. En þjóðin þarf að geta treyst því að þingmenn hennar sem hér standa berjist með kjafti og klóm fyrir hagsmunum hennar. Það hefur því miður ekki verið gert í þessu máli vegna þess að leið Samfylkingarinnar og Vinstri grænna er ekki sú leið sem þarf í þessu máli. Það er hægt að gera betur, frú forseti, við skulum snúa vörn í sókn, það er ekki of seint, og fella þetta mál.

Frú forseti. Þetta mál er nátengt Evrópusambandsaðildarumsókninni sem hér liggur inni af hálfu þessarar ríkisstjórnar. Og hafið þessi orð mín til marks að spunameistarar Samfylkingarinnar munu þegar í stað að lokinni þessari atkvæðagreiðslu fara að planta því inn að nú verðum við að ganga í ESB til að fá þessa skuldbindingu (Forseti hringir.) fellda niður. Ég segi nei, nei, NEI.