Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 23:17:33 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:17]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Í kvöld gengur vinstri norræna velferðarstjórnin fram með frumvarp sem leggur himinháar skuldir einkaaðila á komandi kynslóðir að uppskrift Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Framsóknarflokkurinn stendur áfram með þjóð sinni. Framsóknarflokkurinn stendur áfram með komandi kynslóðum. Framsóknarflokkurinn stendur með náttúruauðlindum sínum. Framsóknarflokkurinn stendur með heimilum [Hlátrasköll í þingsal.] og fjölskyldum í landinu. Ríkisstjórnin hefur brugðist í þessu máli. (Forseti hringir.) Það er sorg í hjarta mínu. Ég hafna fjárkúgunum og ofbeldi Breta og Hollendinga. Ég hafna þessum þrælasamningum. Ég hafna löngum frostavetrum hæstv. forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur. Þess vegna segi ég nei.