Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 23:19:59 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:19]
Horfa

Þráinn Bertelsson (U):

Virðulegi forseti. Ég hafna því alfarið að ég beri nokkra einustu ábyrgð á því hvernig málum er nú komið. Hins vegar skal ég taka alla ábyrgð á framlagi mínu til lausnar á þeim vanda sem við erum í núna og er mjög alvarlegur. Að mínu áliti stöndum við frammi fyrir einum einasta valkosti, þeim að samþykkja nauðungarsamning. Það ætla ég að gera fullur trega, en ég minni á það að sú lagalega skuldbinding sem fylgir nauðungarsamningum er einskis virði. (Gripið fram í: Ekki …)