Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta

Miðvikudaginn 30. desember 2009, kl. 23:22:29 (0)


138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:22]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Mér finnst sem í kvöld hafi spegli verið brugðið yfir þingið og í honum sjáum við ekki bara þinghaldið á núverandi þingi, heldur undangengnum þingum, á undanförnum árum og kannski áratugum. Þar er sitthvað kunnuglegt, nema hvað formerkin öll eru öfug. Þau sem neituðu okkur um þjóðaratkvæðagreiðslu um Kárahnjúka tala núna um ást sína á lýðræðinu. Þeir sem pukruðust með Íraksofbeldið (VigH: Það eru nýir …) tala um gagnsæja stjórnsýslu. Þau sem neituðu okkur um þjóðaratkvæðagreiðslu þegar Landssíminn var seldur og aðrar dýrmætar þjóðareignir (Gripið fram í: Hver …?) tala núna um þjóðaratkvæðagreiðslur. (JónG: Hver neitar nú?) Þau sem hafna því að við fáum kvótakerfið til umfjöllunar í þjóðaratkvæðagreiðslu (Gripið fram í: Þú hafnaðir þjóðaratkvæðagreiðslu.) tala um þjóðaratkvæðagreiðslu. (JónG: Hver neitar núna?) Þau gera það. (JónG: Hver neitar nú?) Kannski (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) getum við lært af reynslunni. En hitt vil ég segja, (Forseti hringir.) hæstv. forseti, að þegar fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks koma hingað og segja: Ef við (Forseti hringir.) komumst til valda að nýju verður allt gott, (Gripið fram í.) trúi ég ekki, hæstv. forseti. [Háreysti á þingpöllum.] En ríkisstjórnin (Forseti hringir.) þarf að læra af mistökum sínum, vinnubrögðunum (Forseti hringir.) í þessu máli og stjórnarandstaðan, sú hin …

(Forseti (ÁRJ): Tíminn er liðinn.)

sama og sagði: (Forseti hringir.) Við ætlum ekki að draga ríkisstjórnina að landi (Forseti hringir.) í þessu máli, brást líka. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Við eigum að læra af mistökum okkar. Ég tek undir með bestu ræðu kvöldsins (Forseti hringir.) frá hv. þm. Róberti Marshall, en ég segi nei við Icesave. (Gripið fram í: Jaá.)