Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 294. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 340  —  294. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um fríverslunarsamninga og aðra viðskiptasamninga.

Frá Sigurði Inga Jóhannssyni.



     1.      Hvaða viðskiptasamningum, fríverslunarsamningum sem og öðrum samningum sem tengjast verslun, viðskiptum og þjónustu, á Ísland aðild að og frá hvað tíma gilda þeir samningar?
     2.      Er unnið að einhverjum samningum núna, og þá hverjum, og hefur verið unnið að samningum við aðrar þjóðir eða viðskiptablokkir á liðnum árum eða mánuðum án þess að niðurstaða hafi fengist? Ef svo er, þá hverjum?
     3.      Hvaða samningar munu gilda áfram ef til aðildar Íslands að Evrópusambandinu kæmi og hvaða samningar falla úr gildi?


Skriflegt svar óskast.