Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 403. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 772  —  403. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum (leiðrétting vegna laga um tekjuöflun ríkisins).

Frá efnahags- og skattanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ingibjörgu Helgu Helgadóttur frá fjármálaráðuneytinu.
    Alþingi afgreiddi fyrir jól tvö lagafrumvörp sem bæði vörðuðu breytingar á lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, þ.e. lög nr. 136/2009 (landið eitt skattumdæmi) og nr. 128/2009 (tekjuöflun ríkissjóðs). Vegna mistaka voru lögin staðfest og birt í annarri röð en afgreiðsla þingsins gerði ráð fyrir.
    Í 1. og 2. gr. frumvarpsins er lagt til að ákvæði tekjuskattslaga sem urðu marklaus vegna umræddra mistaka verði lagfærð. Í 3. gr. er árétting sem varðar hækkun tekjuskatts á lögaðila með annað reikningsár en almanaksárið.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 2. mars 2010.



Helgi Hjörvar,


form., frsm.


Tryggvi Þór Herbertsson.


Lilja Mósesdóttir.



Magnús Orri Schram.


Birkir Jón Jónsson.


Ögmundur Jónasson.



Pétur H. Blöndal.


Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.


Þór Saari.