Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 374. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 773  —  374. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 78/1997, um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið. Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir frá dómsmála- og mannréttindaráðuneyti og Guðmundur Þór Guðmundsson og Sigríður Dögg Geirsdóttir frá Biskupsstofu.
    Með frumvarpinu er lagt til að framlag ríkissjóðs til þjóðkirkjunnar verði lækkað um 160 millj. kr. á árinu 2010 frá því sem orðið hefði að óbreyttum lögum og jafnframt að framlag ríkissjóðs til Kristnisjóðs verði lækkað samsvarandi um 9 millj. kr.
    Á fundi nefndarinnar kom fram að lækkunin byggist á sérstökum viðaukasamningi frá 10. nóvember 2009 sem lagður var fyrir kirkjuþing og samþykktur. Samningurinn er viðauki við samkomulag íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997. Samningurinn er útfærður í 60. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar og því nauðsynlegt að leggja til breytingar á lögunum í samræmi við viðaukasamninginn.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Þór Saari sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur álitinu.
    Erla Ósk Ásgeirsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Ögmundur Jónasson og Þráinn Bertelsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 5. mars 2010.



Steinunn Valdís Óskarsdóttir,


form., frsm.


Árni Þór Sigurðsson.


Valgerður Bjarnadóttir.


Ólöf Nordal.


Róbert Marshall.