Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 526. máls.

Þskj. 915  —  526. mál.



Tillaga til þingsályktunar

um fullgildingu mansalsbókunar við Palermó-samninginn.

(Lögð fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009–2010.)




    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd bókun um að koma í veg fyrir, uppræta og refsa fyrir mansal, einkum kvenna og barna, sem er viðbót við samning Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi og samþykk var af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York 15. nóvember 2000.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til fullgildingar á bókun um að koma í veg fyrir, uppræta og refsa fyrir mansal, einkum kvenna og barna, sem er viðbót við samning Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi (Palermó-samning) og samþykkt sama dag af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York, hinn 15. nóvember 2000. Bókunin er prentuð sem fylgiskjal með tillögu þessari.
    Á hverju ári er verslað með hundruð þúsunda manna, kvenna og barna um allan heim. Vinnuánauð og kynlífsþrælkun hafa færst í vöxt og eru gríðarlega arðbær glæpastarfsemi sem oft er stýrt af áhrifamiklum glæpasamtökum. Ungir einstaklingar eru oft og tíðum tældir inn í vændishringi með auglýsingum eftir heimilishjálp erlendis eða eru keyptir og seldir í gegnum vörulista, jafnvel fyrir tilstilli náinna fjölskyldumeðlima. Þegar þessir einstaklingar hafa verið hnepptir í þrældóm eru þeir oft barðir og þeim nauðgað áður en þeir eru seldir af einum húsbónda til annars. Þeir eru þannig brotnir niður andlega og því yfirleitt ófærir um að losa sig úr ánauðinni eða leita til yfirvalda eftir aðstoð. Hræðslan um brottvísun frá viðtökuríki eða hefnd glæpasamtaka sem beinist gegn þeim eða fjölskyldu þeirra heima fyrir setur þá auk þess í erfiða aðstöðu.
    Þessi þróun hefur valdið síauknum áhyggjum í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Á sjöunda fundi nefndar um afbrotavarnir og refsiviðurlög árið 1998 lagði Argentína til að gerður yrði nýr samningur gegn verslun með börn. Ríki heims komu sér saman um að víkka út gildissviðið og láta það ná yfir mansal almennt, en á sama tíma vekja athygli á varnarleysi kvenna og barna og sérstakri þörf þeirra fyrir vernd og stuðning. Ríkin komu sér einnig saman um að besta leiðin til að takast á við vandamálið væri að útfæra Palermó-samninginn.
    Samningaviðræðum um bókunina lauk seint í október árið 2000 og samþykkti allsherjarþingið hana ásamt fyrrnefndum samningi 15. nóvember 2000 í New York. Í samningnum eru settar fram grundvallarráðstafanir sem nauðsynlegar eru til forvarna gegn og baráttu við alþjóðlega skipulagða glæpastarfsemi. Í bókuninni eru síðan útfærðar sérstakar ráðstafanir í baráttunni gegn mansali. Túlka ber bókunina með hliðsjón af samningnum, sbr. 1. gr. hennar.
    Bókunin ásamt samningnum var lögð fram til undirritunar á ráðstefnu sem fram fór í Palermó á Ítalíu 12.–15. desember og var undirrituð fyrir Íslands hönd 13. desember 2000. Bókunin öðlaðist gildi 25. desember 2003, en hinn 21. mars 2010 höfðu 137 ríki gerst aðilar að henni.
    Markmið bókunarinnar eru að berjast gegn mansali, einkum verslun með konur og börn, að aðstoða og vernda fórnarlömb mansals og að stuðla að samstarfi aðildarríkjanna til að ná fyrrgreindum markmiðum. Í þessu skyni skilgreinir bókunin hugtakið mansal, leggur til leiðir til að efla löggæslu og landamæraeftirlit, styrkir dómskerfið, eykur við vernd og stuðning við fórnarlömb og vitni, og kemur á forvarnastefnu.
    Með aðild að bókuninni skuldbinda ríki sig til þess að gera mansal refsivert í landsrétti sínum sé það framið af ásetningi. Einnig skal vera refsivert að gera tilraun til, vera hlutdeildarmaður í, gera áætlun um eða stjórna því að aðrir einstaklingar fremji slíkt brot, sbr. 5. gr. bókunarinnar. Bókunin er fyrsti alþjóðlegi bindandi gerningurinn sem skilgreinir hugtakið mansal, en það merkir skv. a-lið 3. gr. að „útvega, flytja, afhenda, hýsa eða taka við einstaklingum, með því að hóta valdbeitingu eða beita valdi eða með annars konar nauðung, brottnámi, svikum, blekkingum, misnotkun valds eða varnarleysis viðkomandi eða með því að afhenda eða taka við greiðslu eða ábata í því augnamiði að fá fram samþykki einstaklings sem hefur vald yfir öðrum einstaklingi, með misneytingu þeirra í gróðaskyni að markmiði. Í misneytingu í gróðaskyni felst, sem lágmark, fénýting vændis annarra eða kynferðisleg misneyting í gróðaskyni í annarri mynd, nauðungarvinna eða nauðungarþjónusta, þrælkun eða iðja í líkingu við þrælkun, ánauð eða það að fjarlægja líffæri“.
    Sé slíkum þvingunum beitt hefur samþykki fórnarlambs mansals fyrir fyrirhugaðri misneytingu í gróðaskyni ekki áhrif á refsingu þess sem fremur brotið, sbr. b-lið 3. gr. Að útvega, flytja, afhenda, hýsa eða taka við barni með misneytingu þess í gróðaskyni að markmiði telst „mansal“ jafnvel þó að einhverjum þeirra aðferða er um getur í a-lið 3. gr. sé ekki beitt, sbr. c- og d-lið 3. gr. Bókunin tekur til allra einstaklinga en þó er áhersla lögð á börn og konur þar sem aðildarríkin viðurkenna að þessir hópar séu sérstaklega berskjaldaðir.
    Bókunin gildir um forvarnir gegn brotum sem gerð eru refsiverð samkvæmt ákvæðum hennar, rannsókn á slíkum brotum og saksókn vegna þeirra, ef þau eru liður í fjölþjóðlegri glæpastarfsemi þar sem skipulögð glæpasamtök koma við sögu. Aðildarríki bókunarinnar skuldbinda sig þó ekki einvörðungu til aðgerða gegn hinum brotlegu heldur einnig til að gera ráðstafanir til að vernda og styðja fórnarlömb mansals, sbr. 4. gr.
    Í 6. gr. bókunarinnar segir að hvert aðildarríki skuli vernda friðhelgi einkalífs fórnarlamba mansals þar sem það á við og eftir því sem landslög heimila og halda nöfnum þeirra leyndum. Hvert aðildarríki skal tryggja að til séu leiðir innan réttarkerfis og stjórnsýslu þess til að fórnarlömbum mansals séu veittar upplýsingar um viðeigandi málsmeðferð fyrir dómstólum og innan stjórnsýslu og aðstoð við að koma sjónarmiðum sínum og áhyggjum á framfæri við meðferð sakamáls. Hvert aðildarríki skal einnig taka til skoðunar að koma á líkamlegri, sálrænni og félagslegri endurhæfingu fórnarlamba mansals. Einkum skal hvert aðildarríki skoða það að útvega þeim húsnæði við hæfi, ráðgjöf og upplýsingar á tungumáli sem þau skilja, læknisaðstoð, sálfræðiþjónustu og efnislega aðstoð og skapa þeim tækifæri til atvinnu, menntunar og þjálfunar. Aðildarríki skal, að því er varðar þessi atriði, taka tillit til aldurs, kyns og sérþarfa fórnarlamba mansals, einkum barna. Aðildarríki skal einnig leitast við að tryggja líkamlegt öryggi fórnarlamba mansals á meðan þau dvelja á yfirráðasvæði þess og að fórnarlömb eigi möguleika á að fá bætur fyrir skaða sem þau hafa beðið.
    Hvert aðildarríki skal íhuga að samþykkja lagaákvæði eða aðrar viðeigandi ráðstafanir sem gera fórnarlömbum mansals kleift að vera um kyrrt á yfirráðasvæði þess, um stundarsakir eða til frambúðar, þar sem það á við, með eðlilegu tilliti til mannúðarsjónarmiða og samúðar með brotaþolum, sbr. 7. gr.
    Samkvæmt 8. gr. bókunarinnar skal aðildarríkið, þar sem fórnarlamb mansals hefur ríkisborgararétt eða rétt til fastrar búsetu við komu til viðtökuríkisins, auðvelda og samþykkja endurkomu viðkomandi einstaklings að teknu eðlilegu tilliti til öryggis hans og án ótilhlýðilegrar eða ástæðulausrar tafar. Þegar aðildarríki skilar fórnarlambi mansals aftur til síns heima skal, við slíka endurkomu, taka eðlilegt tillit til öryggis viðkomandi og til stöðu sérhvers málareksturs sem tengist því að einstaklingurinn er fórnarlamb mansals og skal slík endurkoma helst vera af fúsum og frjálsum vilja. Einnig skal það aðildarríki sem beiðninni er beint til án ótilhlýðilegrar og ástæðulausrar tafar sannreyna hvort einstaklingur, sem er fórnarlamb mansals, sé ríkisborgari þess eða hafi haft búseturétt þar þegar hann kom til þess aðildarríkis sem endursendir hann. Einnig skal aðildarríkið þar sem einstaklingurinn hefur ríkisborgararétt eða hafði búseturétt auðvelda endurkomu einstaklings sem er án réttra skilríkja og fallast á að gefa út ferðaskilríki eða aðrar heimildir sem kunna að vera nauðsynlegar til þess að gera fyrrnefndum einstaklingi kleift að ferðast til yfirráðasvæðis þess og koma þangað á ný. Þessi grein hefur þó hvorki áhrif á rétt sem fórnarlömbum mansals er veittur samkvæmt landslögum viðtökuaðildarríkisins né á gildandi tví- eða fjölhliða samninga eða fyrirkomulag sem kveður, að öllu leyti eða að hluta, á um endurkomu fórnarlamba mansals.
    Samkvæmt 9. gr. bókunarinnar skulu aðildarríkin marka heildarstefnu, gera heildaráætlanir og aðrar ráðstafanir í því skyni að koma í veg fyrir og berjast gegn mansali ásamt því að vernda fórnarlömb mansals, einkum konur og börn, gegn því að þau verði enn og aftur gerð að slíkum fórnarlömbum. Aðildarríkin skulu jafnframt beita sér fyrir átaki á sviði rannsókna, upplýsinga og kynninga í fjölmiðlum og eiga frumkvæði að aðgerðum í félags- og efnahagsmálum í samstarfi við frjáls félagasamtök til þess að koma í veg fyrir og berjast gegn mansali. Þá skulu aðildarríkin með tví- og fjölhliða samstarfi gera eða efla ráðstafanir til að aflétta ástandi, svo sem fátækt, vanþróun og skorti á jöfnum tækifærum, sem leiðir til mansals. Einnig skulu aðildarríkin samþykkja eða herða lagaákvæði eða aðrar ráðstafanir, t.d. á sviði menntunar og félags- eða menningarmála, í því skyni að draga úr eftirspurn sem ýtir undir alls kyns misneytingu einstaklinga í gróðaskyni og leiðir til mansals.
    Eftir því sem við á og samkvæmt landslögum hvers og eins aðildarríkis skulu lögregla og önnur viðkomandi yfirvöld eiga samstarf sín á milli í formi gagnkvæmra upplýsingaskipta, sbr. 10. gr. Þær upplýsingar sem um ræðir eru til að glöggva sig á hvort einstaklingar, sem fara yfir landamæri ríkja, eða gera tilraun til þess, með ferðaskilríki annarra manna eða án ferðaskilríkja, séu brotamenn eða fórnarlömb mansals. Upplýsingarnar geta einnig varðað hvers konar ferðaskilríki sem einstaklingar hafa notað, eða gert tilraun til að nota, til þess að fara yfir landamæri ríkja í því skyni að stunda mansal og þær aðferðir sem skipulögð glæpasamtök beita við mansal. Einnig skal tryggja starfsþjálfun viðkomandi opinberra starfsmanna sem miðar að því að koma í veg fyrir mansal. Aðildarríki, sem tekur við upplýsingunum, skal verða við beiðni aðildarríkisins, sem sendir upplýsingarnar, þess efnis að notkun þeirra verði takmörkunum háð.
    Með fyrirvara um alþjóðlegar skuldbindingar varðandi frjálsa för fólks skulu aðildarríkin efla eftirlit á landamærum eftir því sem unnt er og nauðsyn krefur, til þess að koma í veg fyrir og koma upp um mansal, sbr. 11. gr. bókunarinnar. Eins skal hvert aðildarríki gera viðeigandi ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að flutningatæki, sem flytjendur í atvinnurekstri reka, séu notuð við mansal. Eftir því sem við á og með fyrirvara um gildandi alþjóðasamninga skal skylda flytjendur í atvinnurekstri, að meðtöldum flutningafyrirtækjum eða eigendum eða rekendum hvers kyns flutningatækja, til þess að ganga úr skugga um að allir farþegar séu með ferðaskilríki sem er krafist vegna komu til viðtökuríkis. Einnig skal hvert aðildarríki gera nauðsynlegar ráðstafanir, í samræmi við landslög sín, til þess að sett verði viðurlög við því að sinna ekki slíkri skyldu. Enn fremur skal aðildarríki íhuga að grípa til ráðstafana sem gera kleift að synja einstaklingum sem eru viðriðnir mansal að koma inn á yfirráðasvæði þess eða að afturkalla vegabréfsáritanir slíkra einstaklinga og efla samstarf stofnana sem annast landamæraeftirlit.
    Samkvæmt 12. gr. skal eins og kostur er og nauðsyn krefur tryggja að ferða- og persónuskilríki sem útgefin eru í aðildarríki séu þess eðlis að þau verði ekki misnotuð, fölsuð eða breytt, endurgerð eða gefin út á ólöglegan hátt. Í samræmi við landslög sín og innan eðlilegra tímamarka skal aðildarríki að beiðni annars aðildarríkis ganga úr skugga um lögmæti og gildi ferða- og persónuskilríkja sem gefin eru út, eða gefið er til kynna að gefin hafi verið út í umboði þess og grunur leikur á að séu notuð við mansal, sbr. 13. gr.
    Í 14. gr. er áréttað að bókunin hafi ekki áhrif á rétt, skyldur og ábyrgð ríkja og einstaklinga samkvæmt reglum þjóðaréttar, einkum samkvæmt flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1951 ásamt viðbótarsamningi við hann frá 1967 og meginreglunni um að vísa fólki ekki brott þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu. Að auki skal túlka og beita ákvæðum bókunar þessarar í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar meginreglur um bann við mismunun.
    Við breytingu á almennu hegningarlögunum með lögum nr. 40/2003 var meðal annars tekið mið af bókuninni þegar nýrri grein var bætt við hegningarlögin sem gerði mansal refsivert. Frekari breytingar á ákvæðum almennra hegningarlaga voru gerðar með lögum nr. 149/2009 til þess að Ísland geti staðið við þær skuldbindingar sem bókunin leggur aðildarríkjum á herðar.


Fylgiskjal.


Bókun um að koma í veg fyrir, uppræta og refsa fyrir mansal, einkum kvenna og barna, sem er viðbót við samning Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi.


Inngangsorð.

Ríkin, sem eru aðilar að bókun þessari og

lýsa því yfir að eigi ráðstafanir, sem miða að því að koma í veg fyrir og berjast gegn mansali, einkum kvenna og barna, að skila árangri þurfi að beita heildrænum aðferðum, þar sem margar þjóðir leggjast á eitt, í viðkomandi uppruna-, umflutnings- og ákvörðunarlöndum sem meðal annars felast í því að koma í veg fyrir slíka sölu, refsa þrælasölum og vernda fórnarlömb slíkrar sölu með því, meðal annars, að vernda alþjóðlega viðurkennd mannréttindi þeirra,

taka mið af þeirri staðreynd að þrátt fyrir að til sé samsafn alþjóðlegra gerninga, sem innihalda reglur og hagnýtar ráðstafanir til þess að berjast gegn misneytingu fólks í gróðaskyni, einkum kvenna og barna, er engum alhliða gerningi fyrir að fara sem fjallar um mansal í sinni margvíslegu mynd,

hafa af því áhyggjur að vöntun á slíkum gerningi þýði að fólk, sem er berskjaldað gagnvart mansali, njóti ekki nægilegrar verndar,

minnast ályktunar allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna nr. 53/111 frá 9. desember 1998 þar sem allsherjarþingið ákvað að koma á fót sérstakri milliríkjanefnd í því skyni að vinna að gerð heildstæðs alþjóðasamnings gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi og að fjalla, meðal annars, um gerð alþjóðlegs gernings um mansal kvenna og barna,


eru sannfærð um að viðbót við samning Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi í formi alþjóðlegs gernings um að koma í veg og refsa fyrir mansal, einkum kvenna og barna, hjálpi til við að koma í veg fyrir og berjast gegn þeim glæp,

hafa orðið ásátt um eftirfarandi:

I. Almenn ákvæði.
1. gr.
Tengsl við samning Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi.

1.     Bókun þessi er viðbót við samning Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi. Túlka ber bókunina með hliðsjón af samningnum.
2.     Ákvæði samningsins gilda um bókun þessa, að breyttu breytanda, nema kveðið sé á um annað í henni.
3.     Líta ber á brot, sem gerð eru refsiverð skv. 5. gr. bókunar þessarar, sem brot sem gerð eru refsiverð samkvæmt samningnum.


2. gr.
Yfirlýst markmið.

    Markmiðin með bókun þessari eru:
a)    að koma í veg fyrir mansal og berjast gegn því, þar sem sérstakt tillit er tekið til kvenna og barna,
b)    að vernda og aðstoða fórnarlömb mansals með fullri virðingu fyrir mannréttindum þeirra og
c)    að stuðla að samstarfi aðildarríkja í því skyni að ná fyrrnefndum markmiðum.

3. gr.
Notkun hugtaka.

    Í bókun þessari er merking eftirfarandi hugtaka sem hér segir:
a)    „Mansal“ merkir að útvega, flytja, afhenda, hýsa eða taka við einstaklingum, með því að hóta valdbeitingu eða beita valdi eða með annars konar nauðung, brottnámi, svikum, blekkingum, misnotkun valds eða varnarleysis viðkomandi eða með því að afhenda eða taka við greiðslu eða ábata í því augnamiði að fá fram samþykki einstaklings sem hefur vald yfir öðrum einstaklingi, með misneytingu þeirra í gróðaskyni að markmiði. Í misneytingu í gróðaskyni felst, sem lágmark, fénýting vændis annarra eða kynferðisleg misneyting í gróðaskyni í annarri mynd, nauðungarvinna eða nauðungarþjónusta, þrælkun eða iðja í líkingu við þrælkun, ánauð eða það að fjarlægja líffæri,
b)    samþykki fórnarlambs mansals fyrir fyrirhugaðri misneytingu í gróðaskyni, er um getur í a-lið þessarar greinar, er málinu óviðkomandi hafi einhverjum þeirra ráða er um getur í a-lið verið beitt,
c)    að útvega, flytja, afhenda, hýsa eða taka við barni með misneytingu þess í gróðaskyni að markmiði telst „mansal“ jafnvel þó að einhverjum þeirra aðferða er um getur í a-lið þessarar greinar sé ekki beitt,

d)    „barn“ merkir sérhvern einstakling undir átján ára aldri.

4. gr.
Gildissvið.

    Bókun þessi gildir, nema annað sé tekið fram í henni, um forvarnir gegn brotum, sem gerð eru refsiverð skv. 5. gr. bókunar þessarar, rannsókn á slíkum brotum og saksókn vegna þeirra, ef þau eru liður í fjölþjóðlegri glæpastarfsemi þar sem skipulögð glæpasamtök koma við sögu, og um vernd brotaþola.


5. gr.
Verknaður gerður refsiverður.

1.     Hvert aðildarríki skal samþykkja lagaákvæði og aðrar ráðstafanir, eftir því sem nauðsyn krefur, til þess að háttsemi, er um getur í 3. gr. bókunar þessarar, geti talist refsiverð þegar um ásetning er að ræða.
2.     Hvert aðildarríki skal einnig samþykkja lagaákvæði og aðrar ráðstafanir, eftir því sem nauðsyn krefur, til þess að eftirfarandi háttsemi geti talist refsiverð:
a)    með fyrirvara um grundvallarhugtök réttarkerfis ríkisins, að gera tilraun til þess að          fremja brot samanber 1. mgr. þessarar greinar,
b)    að vera hlutdeildarmaður í broti sem gert er refsivert skv. 1. mgr. þessarar greinar og

c)    að gera áætlun um eða stjórna því að aðrir einstaklingar fremji brot sem gert er               refsivert skv. 1. mgr. þessarar greinar.

II. Vernd fórnarlamba mansals.
6. gr.
Aðstoð við fórnarlömb mansals og vernd þeirra.

1.     Hvert aðildarríki skal, þar sem það á við og eftir því sem landslög heimila, vernda friðhelgi einkalífs fórnarlamba mansals og halda nöfnum þeirra leyndum, meðal annars með því að tryggja að málarekstur vegna mansals fari fram fyrir luktum dyrum.
2.     Hvert aðildarríki skal tryggja að til séu leiðir innan réttarkerfis og stjórnsýslu þess til þess að veita fórnarlömbum mansals, þar sem það á við:

a)    upplýsingar um viðeigandi málsmeðferð fyrir dómstólum og innan stjórnsýslu,
b)    aðstoð við að koma sjónarmiðum sínum og áhyggjum á framfæri og að þau fái umfjöllun á viðeigandi stigum meðferðar sakamála, sem eru höfðuð gegn brotamönnum, með þeim hætti að réttindi varnaraðila séu ekki skert.
3.     Hvert aðildarríki skal taka til skoðunar að koma á líkamlegri, sálrænni og félagslegri endurhæfingu fórnarlamba mansals, meðal annars og þar sem það á við, í samstarfi við frjáls félagasamtök, önnur viðkomandi samtök og aðrar undirstöðustofnanir borgaralegs samfélags. Einkum skal hvert aðildarríki skoða það að:
a)    útvega þeim húsnæði við hæfi,
b)    veita þeim ráðgjöf og upplýsingar, einkum um lagalegan rétt þeirra, á tungumáli sem fórnarlömb mansals skilja,
c)    láta þeim í té læknisaðstoð, sálfræðiþjónustu og efnislega aðstoð og
d)    skapa þeim tækifæri til atvinnu, menntunar og þjálfunar.
4.     Hvert aðildarríki skal, þegar það beitir ákvæðum þessarar greinar, taka tillit til aldurs, kyns og sérþarfa fórnarlamba mansals, einkum sérþarfa barna, þ.m.t. hvað viðkemur húsnæði við hæfi, menntun og umönnun.
5.     Hvert aðildarríki skal leitast við að tryggja líkamlegt öryggi fórnarlamba mansals meðan þau dvelja á yfirráðasvæði þess.
6.     Hvert aðildarríki skal tryggja að til séu leiðir innan réttarkerfis þess til þess að bjóða fórnarlömbum mansals þann kost að fá greiddar skaðabætur.


7. gr.
Staða fórnarlamba mansals í viðtökuríkjum.

1.     Hvert aðildarríki skal taka til skoðunar, jafnframt því að gera ráðstafanir skv. 6. gr. bókunar þessarar, að samþykkja lagaákvæði eða gera aðrar viðeigandi ráðstafanir sem gera fórnarlömbum mansals kleift að vera um kyrrt á yfirráðasvæði þess, um stundarsakir eða til frambúðar, þar sem það á við.
2.     Hvert aðildarríki skal, þegar það beitir ákvæðum 1. mgr. þessarar greinar, taka eðlilegt tillit til mannúðarsjónarmiða og auðsýna brotaþolum samúð.


8. gr.
Heimflutningur fórnarlamba mansals.

1.     Aðildarríkið, þar sem fórnarlamb mansals hefur ríkisborgararétt eða þar sem viðkomandi einstaklingur hafði rétt til fastrar búsetu við komu til yfirráðasvæðis viðtökuaðildarríkisins, skal auðvelda og samþykkja endurkomu fyrrnefnds einstaklings að teknu eðlilegu tilliti til öryggis hans og án ótilhlýðilegrar eða ástæðulausrar tafar.
2.     Þegar aðildarríki skilar fórnarlambi mansals aftur til síns heima í aðildarríki þar sem viðkomandi einstaklingur hefur ríkisborgararétt eða þar sem hann hafði rétt til fastrar búsetu við komu til yfirráðasvæðis viðtökuaðildarríkisins skal, við slíka endurkomu, taka eðlilegt tillit til öryggis fyrrnefnds einstaklings og til stöðu sérhvers málareksturs sem tengist því að einstaklingurinn er fórnarlamb mansals og skal slík endurkoma helst vera af fúsum og frjálsum vilja.
3.     Aðildarríki, sem beiðni er beint til, skal, að beiðni viðtökuaðildarríkis og án ótilhlýðilegrar eða ástæðulausrar tafar, sannreyna hvort einstaklingur, sem er fórnarlamb mansals, sé ríkisborgari þess eða hafði rétt til fastrar búsetu á yfirráðasvæði þess við komu til yfirráðasvæðis viðtökuaðildarríkisins.

4.     Í því skyni að auðvelda endurkomu fórnarlambs mansals, sem er án réttra skilríkja, skal aðildarríkið, þar sem hlutaðeigandi einstaklingur hefur ríkisborgararétt eða hafði rétt til fastrar búsetu á yfirráðasvæði þess við komu til yfirráðasvæðis viðtökuaðildarríkisins, fallast á, að beiðni viðtökuaðildarríkisins, að gefa út ferðaskilríki eða aðrar heimildir sem kunna að vera nauðsynlegar til þess að gera fyrrnefndum einstaklingi kleift að ferðast til yfirráðasvæðis þess og koma þangað inn á ný.
5.     Grein þessi hefur engin áhrif á rétt sem fórnarlömbum mansals er veittur samkvæmt landslögum viðtökuaðildarríkisins.
6.     Grein þessi hefur engin áhrif á gildandi tví- eða fjölhliða samninga eða fyrirkomulag sem kveður, að öllu leyti eða að hluta, á um endurkomu fórnarlamba mansals.

III. Forvarnir, samvinna og aðrar ráðstafanir.
9. gr.
Forvarnir gegn mansali.

1.     Aðildarríkin skulu marka heildarstefnu, gera heildaráætlanir og aðrar ráðstafanir í því skyni að:
a)    koma í veg fyrir og berjast gegn mansali og

b)    vernda fórnarlömb mansals, einkum konur og börn, gegn því að þau verði enn og aftur gerð að slíkum fórnarlömbum.
2.     Aðildarríki skulu beita sér fyrir átaki á sviði rannsókna, upplýsinga og kynninga í fjölmiðlum og eiga frumkvæði að aðgerðum í félags- og efnahagsmálum í því skyni að koma í veg fyrir og berjast gegn mansali.
3.     Samkvæmt stefnumiðum, áætlunum og öðrum ráðstöfunum, sem eru ákveðin samkvæmt þessari grein, skal, eftir því sem við á, gera ráð fyrir samstarfi við frjáls félagasamtök, önnur viðkomandi samtök og undirstöðustofnanir borgaralegs samfélags.
4.     Aðildarríki skulu gera eða efla ráðstafanir, m.a. með tví- og fjölhliða samstarfi, til þess að aflétta ástandi, sem gerir fólk, einkum konur og börn, berskjaldað gagnvart mansali, t.d. fátækt, vanþróun og skorti á jöfnum tækifærum.

5.     Aðildarríkin skulu samþykkja eða herða lagaákvæði eða aðrar ráðstafanir, t.d. á sviði menntunar og félags- eða menningarmála, m.a. með tví- og fjölhliða samstarfi, í því skyni að draga úr eftirspurn sem ýtir undir alls kyns misneytingu fólks í gróðaskyni, einkum kvenna og barna, og leiðir til mansals.


10. gr.
Gagnkvæm upplýsingaskipti og starfsþjálfun.

1.     Yfirvöld í aðildarríkjunum sem framfylgja lögum eða annast útlendingaeftirlit eða önnur viðkomandi yfirvöld skulu eiga samstarf sín á milli, eftir því sem við á, í formi gagnkvæmra upplýsingaskipta, í samræmi við ákvæði landslaga hvers og eins, til þess að þeim sé gert kleift að glöggva sig á:
a)    því hvort einstaklingar, sem fara yfir landamæri ríkja, eða gera tilraun til þess, með ferðaskilríki annarra manna eða án ferðaskilríkja, séu brotamenn eða fórnarlömb mansals,

b)    gerðum ferðaskilríkja sem einstaklingar hafa notað, eða gert tilraun til að nota, til þess að fara yfir landamæri ríkja í því skyni að stunda mansal og

c)    þeim aðferðum sem skipulögð glæpasamtök beita við mansal. Sem dæmi má nefna það að útvega eða flytja fórnarlömb og leiðir og tengsl milli einstaklinga og innan samtaka sem stunda slíka verslun, og hugsanlegum leiðum til þess að komast á snoðir um slíkar aðferðir.

2.     Aðildarríki skulu bjóða fram eða efla starfsþjálfun fyrir opinbera starfsmenn sem framfylgja lögum eða annast útlendingaeftirlit og aðra viðkomandi opinbera starfsmenn sem miðar að því að koma í veg fyrir mansal. Í þjálfuninni skal leggja áherslu á aðferðir sem er beitt til þess að koma í veg fyrir mansal, saksókn þrælasala og það að vernda réttindi fórnarlamba, m.a. að vernda fórnarlömb gegn þrælasölum. Þjálfunin skal og ganga út á nauðsyn þess að taka mið af mannréttindum og taka til mála er varða börn og kynferði sérstaklega, auk þess sem hvatt skal til samstarfs við frjáls félagasamtök, önnur viðkomandi samtök og undirstöðustofnanir borgaralegs samfélags.
3.     Aðildarríki, sem tekur við upplýsingunum, skal verða við beiðni aðildarríkisins, sem sendi upplýsingarnar, þess efnis að notkun upplýsinganna verði takmörkunum háð.

11. gr.
Ráðstafanir á landamærum.

1.     Aðildarríkin skulu, með fyrirvara um alþjóðlegar skuldbindingar varðandi frjálsa för fólks, efla eftirlit á landamærum, eftir því sem unnt er og nauðsyn krefur, til þess að koma í veg fyrir og koma upp um mansal.
2.     Hvert aðildarríki skal samþykkja lagaákvæði eða aðrar viðeigandi ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir, eftir því sem unnt er, að flutningatæki, sem flytjendur í atvinnurekstri reka, séu notuð þegar framin eru brot sem gerð eru refsiverð skv. 5. gr. bókunar þessarar.
3.     Fyrrnefnd lagaákvæði eða ráðstafanir skulu, meðal annars, eftir því sem við á og með fyrirvara um gildandi alþjóðasamninga, skylda flytjendur í atvinnurekstri, að meðtöldum flutningafyrirtækjum eða eigendum eða rekendum hvers kyns flutningatækja, til þess að ganga úr skugga um að allir farþegar séu með ferðaskilríki sem er krafist vegna komu til viðtökuríkisins.
4.     Hvert aðildarríki skal gera nauðsynlegar ráðstafanir, í samræmi við landslög sín, til þess að sett verði ákvæði um viðurlög við því að sinna ekki þeirri skyldu sem kveðið er á um í 3. mgr. þessarar greinar.
5.     Hvert aðildarríki skal taka til skoðunar að grípa til ráðstafana sem gera kleift, í samræmi við landslög þess, að synja einstaklingum, sem eru viðriðnir brot sem eru gerð refsiverð samkvæmt bókun þessari, um að koma inn á yfirráðasvæði þess eða að afturkalla vegabréfsáritanir slíkra einstaklinga.
6.     Aðildarríki skulu, með fyrirvara um 27. gr. samningsins, taka til skoðunar að efla samstarf stofnana, sem annast landamæraeftirlit, meðal annars með því að koma á beinum samskiptum og viðhalda þeim.


12. gr.
Öryggi og stjórn skilríkja.

    Hvert aðildarríki skal, eftir því sem hægt er og nauðsyn krefur, gera ráðstafanir:
a)    til þess að tryggja að ferða- eða persónuskilríki, sem það gefur út, séu þess eðlis að          ekki sé auðhlaupið að því að misnota þau og falsa eða breyta þeim, endurgera eða               gefa þau út á ólöglegan hátt og
b)    til að tryggja að ferða- eða persónuskilríki, sem aðildarríkið gefur út eða gefin eru út í umboði þess, séu traust og örugg og að koma í veg fyrir að þau séu framleidd og gefin út ólöglega.

13. gr.
Lögmæti og gildi skilríkja.

    Aðildarríki skal, að beiðni annars aðildarríkis og í samræmi við landslög sín og innan eðlilegra tímamarka, ganga úr skugga um lögmæti og gildi ferða- eða persónuskilríkja sem gefin eru út, eða gefið er til kynna að hafi verið gefin út, í umboði þess og grunur leikur á að séu notuð við mansal.

IV. Lokaákvæði.
14. gr.
Fyrirvarar.

1.     Ekkert í bókun þessari hefur áhrif á rétt, skyldur og ábyrgð ríkja og einstaklinga samkvæmt reglum þjóðaréttar, m.a. alþjóðlegum mannúðarlögum og alþjóðlegum mannréttindalögum og, einkum og eftir atvikum, samningi frá 1951 og viðbótarsamningi frá 1967 um réttarstöðu flóttamanna og samkvæmt meginreglunni um að vísa fólki ekki brott þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu, eins og hún er sett fram í þeim gerningum.
2.     Túlka ber og grípa til þeirra ráðstafana er um getur í bókun þessari með þeim hætti að fólki sé ekki mismunað á þeirri forsendu að það sé fórnarlömb mansals. Túlka skal og grípa til fyrrnefndra ráðstafana í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar meginreglur um bann við mismunun.


15. gr.
Lausn deilumála.

l.     Aðildarríki skulu leitast við að leysa deilur um túlkun eða beitingu ákvæða bókunar þessarar með samningaviðræðum.
2.     Deila milli tveggja eða fleiri aðildarríkja um túlkun eða beitingu ákvæða bókunar þessarar, sem ekki er unnt að leysa með samningaviðræðum innan hæfilegs tíma, skal lögð í gerð að ósk annars eða eins þeirra. Hafi fyrrnefnd aðildarríki ekki komið sér saman um hvernig gerðardómsmeðferð skuli hagað, sex mánuðum eftir að gerðar er óskað, getur hvort eða hvert þeirra vísað deilunni til Alþjóðadómstólsins í Haag með beiðni samkvæmt stofnsamþykkt hans.

3.     Hvert aðildarríki getur, við undirritun bókunar þessarar eða þegar það fullgildir, staðfestir eða samþykkir bókunina eða gerist aðili að henni, lýst því yfir að það telji sig óbundið af ákvæðum 2. mgr. þessarar greinar. Önnur aðildarríki skulu ekki bundin af ákvæðum 2. mgr. þessarar greinar gagnvart aðildarríki sem gert hefur slíkan fyrirvara.
4.     Aðildarríki, sem hefur gert fyrirvara í samræmi við ákvæði 3. mgr. þessarar greinar, getur hvenær sem er afturkallað hann með tilkynningu til aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

16. gr.
Undirritun, fullgilding, staðfesting, samþykki og aðild.

1.     Bókun þessi skal liggja frammi til undirritunar af hálfu allra ríkja í Palermó á Ítalíu frá 12. til 15. desember 2000 og eftir það í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York fram til 12. desember 2002.
2.     Bókun þessi skal einnig liggja frammi til undirritunar af hálfu svæðisstofnana um efnahagssamvinnu að því tilskildu að minnst eitt aðildarríki slíkrar stofnunar hafi undirritað bókun þessa í samræmi við 1. mgr. þessarar greinar.
3.     Bókun þessi er með fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki. Skjöl um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki skulu afhent aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til vörslu. Svæðisstofnun um efnahagssamvinnu getur afhent skjal sitt um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki til vörslu hafi að minnsta kosti eitt aðildarríki hennar gert það. Slík stofnun skal í fyrrnefndu skjali sínu um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki lýsa yfir hvar mörk valdsviðs hennar liggja í þeim málum sem bókun þessi tekur til. Ennfremur skal slík stofnun tilkynna vörsluaðila um hverja þá breytingu sem verður á því hvar mörk valdsviðs hennar liggja og skiptir máli.
4.     Bókun þessi skal liggja frammi til aðildar fyrir öll ríki eða svæðisstofnanir um efnahagssamvinnu ef að minnsta kosti eitt aðildarríki slíkrar stofnunar er aðili að bókun þessari. Aðildarskjöl skulu afhent aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til vörslu. Svæðisstofnun um efnahagssamvinnu skal, jafnhliða aðild, lýsa yfir hvar mörk valdsviðs hennar liggja í þeim málum sem bókun þessi tekur til. Ennfremur skal slík stofnun tilkynna vörsluaðila um hverja þá breytingu sem verður á því hvar mörk valdsviðs hennar liggja og skiptir máli.

17. gr.
Gildistaka.

1.     Bókun þessi öðlast gildi á nítugasta degi eftir afhendingu fertugasta skjalsins um fullgildingu, staðfestingu, samþykki eða aðild, að því undanskildu að hún skal ekki öðlast gildi áður en samningurinn öðlast gildi. Að því er varðar þessa málsgrein skal ekki litið svo á að skjal, sem svæðisstofnun um efnahagssamvinnu afhendir til vörslu, komi til viðbótar þeim skjölum sem aðildarríki slíkrar stofnunar hafa afhent til vörslu.
2.     Að því er varðar ríki eða svæðisstofnun um efnahagssamvinnu, sem fullgildir, staðfestir eða samþykkir bókun þessa eða gerist aðili að henni eftir afhendingu fertugasta skjalsins um slíka athöfn til vörslu, skal bókun þessi öðlast gildi á þrítugasta degi eftir að hlutaðeigandi ríki eða slík stofnun afhendir viðeigandi skjal til vörslu eða þann dag þegar bókun þessi öðlast gildi skv. 1. mgr. þessarar greinar, hvort sem síðar verður.

18. gr.
Breytingar.

1.     Aðildarríki að bókuninni er heimilt, eftir að fimm ár eru liðin frá gildistöku bókunar þessarar, að gera tillögu um breytingu á henni og leggja fyrir aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem skal að svo búnu framsenda breytingartillöguna aðildarríkjunum og ráðstefnu aðila að samningnum til umfjöllunar og ákvörðunar. Aðildarríkin að bókun þessari, sem funda á ráðstefnu aðila að samningnum, skulu leitast við af fremsta megni að afgreiða hverja breytingu með samhljóða samþykki. Hafi allar tilraunir til að samþykkja breytingartillöguna með samhljóða samþykki reynst árangurslausar og hafi samkomulag ekki náðst er, sem síðasta úrræði, gerð krafa um að tillagan verði samþykkt með atkvæðum tveggja þriðju hluta þeirra aðildarríkja að bókun þessari sem eiga fulltrúa sem eru viðstaddir og greiða atkvæði á fundi á ráðstefnu samningsaðila.
2.     Svæðisstofnanir um efnahagssamvinnu skulu, í málum sem eru á valdsviði þeirra, neyta atkvæðisréttar síns, samkvæmt ákvæðum þessarar greinar, með sama fjölda atkvæða og fjöldi aðildarríkja að þeim, sem eru aðilar að bókun þessari, segir til um. Slíkar stofnanir skulu ekki neyta atkvæðisréttar síns neyti aðildarríki þeirra síns eigin atkvæðisréttar og öfugt.
3.     Breyting, sem er samþykkt í samræmi við ákvæði 1. mgr. þessarar greinar, er með fyrirvara um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki aðildarríkja.
4.     Breyting, sem er samþykkt í samræmi við ákvæði 1. mgr. þessarar greinar, öðlast gildi gagnvart aðildarríki níutíu dögum eftir þann dag þegar aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna er afhent skjal um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki slíkrar breytingar til vörslu.
5.     Þegar breyting öðlast gildi er hún bindandi fyrir þau aðildarríki sem hafa lýst sig samþykk því að vera bundin af henni. Önnur aðildarríki eru eigi að síður bundin af ákvæðum bókunar þessarar og fyrri breytingum sem þau hafa fullgilt, staðfest eða samþykkt.

19. gr.
Uppsögn.

1.     Aðildarríki getur sagt upp bókun þessari með skriflegri tilkynningu til aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Uppsögnin tekur gildi einu ári eftir þann dag þegar aðalframkvæmdastjórinn veitir tilkynningunni viðtöku.
2.     Aðild svæðisstofnunar um efnahagssamvinnu að bókun þessari lýkur þegar öll aðildarríki hennar hafa sagt henni upp.

20. gr.
Vörsluaðili og tungumál.

1.     Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er tilnefndur vörsluaðili bókunar þessarar.
2.     Frumrit bókunar þessarar skal falið aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna til vörslu, en textar þess á arabísku, ensku, frönsku, kínversku, rússnesku og spænsku eru jafngildir.

ÞESSU TIL STAÐFESTU hafa undirritaðir fulltrúar, sem til þess hafa fullt umboð ríkisstjórna sinna, undirritað bókun þessa.


Protocol to Prevent, Suppress and Punish Trafficking in Persons, Especially Women and Children, supplementing the United Nations Convention against Transnational Organized Crime.


Preamble

The States Parties to this Protocol,

Declaring that effective action to prevent and combat trafficking in persons, especially women and children, requires a comprehensive international approach in the countries of origin, transit and destination that includes measures to prevent such trafficking, to punish the traffickers and to protect the victims of such trafficking, including by protecting their internationally recognized human rights,



Taking into account the fact that, despite the existence of a variety of international instruments containing rules and practical measures to combat the exploitation of persons, especially women and children, there is no universal instrument that addresses all aspects of trafficking in persons,

Concerned that, in the absence of such an instrument, persons who are vulnerable to trafficking will not be sufficiently protected,

Recalling General Assembly resolution 53/111 of 9 December 1998, in which the Assembly decided to establish an open-ended intergovernmental ad hoc committee for the purpose of elaborating a comprehensive international convention against transnational organized crime and of discussing the elaboration of, inter alia, an international instrument addressing trafficking in women and children,

Convinced that supplementing the United Nations Convention against Transnational Organized Crime with an international instrument for the prevention, suppression and punishment of trafficking in persons, especially women and children, will be useful in preventing and combating that crime,

Have agreed as follows:

I. General provisions.
Article 1
Relation with the United Nations Convention against Transnational Organized Crime.

1.     This Protocol supplements the United Nations Convention against Transnational Organized Crime. It shall be interpreted together with the Convention.

2.     The provisions of the Convention shall apply, mutatis mutandis, to this Protocol unless otherwise provided herein.
3.     The offences established in accordance with article 5 of this Protocol shall be regarded as offences established in accordance with the Convention.

Article 2
Statement of purpose.

    The purposes of this Protocol are:
a)    To prevent and combat trafficking in persons, paying particular attention to women and children;
b)    To protect and assist the victims of such trafficking, with full respect for their human rights; and
c)    To promote cooperation among States Parties in order to meet those objectives.

Article 3
Use of terms.

    For the purposes of this Protocol:

a)    “Trafficking in persons” shall mean the recruitment, transportation, transfer, harbouring or receipt of persons, by means of the threat or use of force or other forms of coercion, of abduction, of fraud, of deception, of the abuse of power or of a position of vulnerability or of the giving or receiving of payments or benefits to achieve the consent of a person having control over another person, for the purpose of exploitation. Exploitation shall include, at a minimum, the exploitation of the prostitution of others or other forms of sexual exploitation, forced labour or services, slavery or practices similar to slavery, servitude or the removal of organs;

b)    The consent of a victim of trafficking in persons to the intended exploitation set forth in subparagraph (a) of this article shall be irrelevant where any of the means set forth in subparagraph (a) have been used;
c)    The recruitment, transportation, transfer, harbouring or receipt of a child for the purpose of exploitation shall be considered “trafficking in persons” even if this does not involve any of the means set forth in subparagraph (a) of this article;
d)    “Child” shall mean any person under eighteen years of age.

Article 4
Scope of application.

    This Protocol shall apply, except as otherwise stated herein, to the prevention, investigation and prosecution of the offences established in accordance with article 5 of this Protocol, where those offences are transnational in nature and involve an organized criminal group, as well as to the protection of victims of such offences.

Article 5
Criminalization.

1.     Each State Party shall adopt such legislative and other measures as may be necessary to establish as criminal offences the conduct set forth in article 3 of this Protocol, when committed intentionally.
2.     Each State Party shall also adopt such legislative and other measures as may be necessary to establish as criminal offences:

a)    Subject to the basic concepts of its legal system, attempting to commit an offence               established in accordance with paragraph 1 of this article;
b)    Participating as an accomplice in an offence established in accordance with               paragraph 1 of this article; and
c)    Organizing or directing other persons to commit an offence established in                    accordance with paragraph 1 of this article.

II. Protection of victims of trafficking in persons.
Article 6
Assistance to and protection of victims of trafficking in persons.

1.     In appropriate cases and to the extent possible under its domestic law, each State Party shall protect the privacy and identity of victims of trafficking in persons, including, inter alia, by making legal proceedings relating to such trafficking confidential.
2.     Each State Party shall ensure that its domestic legal or administrative system contains measures that provide to victims of trafficking in persons, in appropriate cases:
a)    Information on relevant court and administrative proceedings;
b)    Assistance to enable their views and concerns to be presented and considered at appropriate stages of criminal proceedings against offenders, in a manner not prejudicial to the rights of the defence.
3.     Each State Party shall consider implementing measures to provide for the physical, psychological and social recovery of victims of trafficking in persons, including, in appropriate cases, in cooperation with non-governmental organizations, other relevant organizations and other elements of civil society, and, in particular, the provision of:
a)    Appropriate housing;
b)    Counselling and information, in particular as regards their legal rights, in a language that the victims of trafficking in persons can understand;
c)    Medical, psychological and material assistance; and
d)    Employment, educational and training opportunities.
4.     Each State Party shall take into account, in applying the provisions of this article, the age, gender and special needs of victims of trafficking in persons, in particular the special needs of children, including appropriate housing, education and care.
5.     Each State Party shall endeavour to provide for the physical safety of victims of trafficking in persons while they are within its territory.
6.     Each State Party shall ensure that its domestic legal system contains measures that offer victims of trafficking in persons the possibility of obtaining compensation for damage suffered.

Article 7
Status of victims of trafficking in persons in receiving States.

1.     In addition to taking measures pursuant to article 6 of this Protocol, each State Party shall consider adopting legislative or other appropriate measures that permit victims of trafficking in persons to remain in its territory, temporarily or permanently, in appropriate cases.
2.     In implementing the provision contained in paragraph 1 of this article, each State Party shall give appropriate consideration to humanitarian and compassionate factors.

Article 8
Repatriation of victims of trafficking in persons.

1.     The State Party of which a victim of trafficking in persons is a national or in which the person had the right of permanent residence at the time of entry into the territory of the receiving State Party shall facilitate and accept, with due regard for the safety of that person, the return of that person without undue or unreasonable delay.
2.     When a State Party returns a victim of trafficking in persons to a State Party of which that person is a national or in which he or she had, at the time of entry into the territory of the receiving State Party, the right of permanent residence, such return shall be with due regard for the safety of that person and for the status of any legal proceedings related to the fact that the person is a victim of trafficking and shall preferably be voluntary.

3.     At the request of a receiving State Party, a requested State Party shall, without undue or unreasonable delay, verify whether a person who is a victim of trafficking in persons is its national or had the right of permanent residence in its territory at the time of entry into the territory of the receiving State Party.
4.     In order to facilitate the return of a victim of trafficking in persons who is without proper documentation, the State Party of which that person is a national or in which he or she had the right of permanent residence at the time of entry into the territory of the receiving State Party shall agree to issue, at the request of the receiving State Party, such travel documents or other authorization as may be necessary to enable the person to travel to and re-enter its territory.
5.     This article shall be without prejudice to any right afforded to victims of trafficking in persons by any domestic law of the receiving State Party.
6.     This article shall be without prejudice to any applicable bilateral or multilateral agreement or arrangement that governs, in whole or in part, the return of victims of trafficking in persons.

III. Prevention, cooperation and other measures.
Article 9
Prevention of trafficking in persons.

1.     States Parties shall establish comprehensive policies, programmes and other measures:
a)    To prevent and combat trafficking in persons; and
b)    To protect victims of trafficking in persons, especially women and children, from               revictimization.

2.     States Parties shall endeavour to undertake measures such as research, information and mass media campaigns and social and economic initiatives to prevent and combat trafficking in persons.

3.     Policies, programmes and other measures established in accordance with this article shall, as appropriate, include cooperation with non-governmental organizations, other relevant organizations and other elements of civil society.

4.     States Parties shall take or strengthen measures, including through bilateral or multilateral cooperation, to alleviate the factors that make persons, especially women and children, vulnerable to trafficking, such as poverty, underdevelopment and lack of equal opportunity.
5.     States Parties shall adopt or strengthen legislative or other measures, such as educational, social or cultural measures, including through bilateral and multilateral cooperation, to discourage the demand that fosters all forms of exploitation of persons, especially women and children, that leads to trafficking.

Article 10
Information exchange and training.

1.     Law enforcement, immigration or other relevant authorities of States Parties shall, as appropriate, cooperate with one another by exchanging information, in accordance with their domestic law, to enable them to determine:

a)    Whether individuals crossing or attempting to cross an international border with travel documents belonging to other persons or without travel documents are perpetrators or victims of trafficking in persons;
b)    The types of travel document that individuals have used or attempted to use to cross an international border for the purpose of trafficking in persons; and
c)    The means and methods used by organized criminal groups for the purpose of trafficking in persons, including the recruitment and transportation of victims, routes and links between and among individuals and groups engaged in such trafficking, and possible measures for detecting them.
2.     States Parties shall provide or strengthen training for law enforcement, immigration and other relevant officials in the prevention of trafficking in persons. The training should focus on methods used in preventing such trafficking, prosecuting the traffickers and protecting the rights of the victims, including protecting the victims from the traffickers. The training should also take into account the need to consider human rights and child- and gender-sensitive issues and it should encourage cooperation with non- governmental organizations, other relevant organizations and other elements of civil society.


3.     A State Party that receives information shall comply with any request by the State Party that transmitted the information that places restrictions on its use.

Article 11
Border measures.

1.     Without prejudice to international commitments in relation to the free movement of people, States Parties shall strengthen, to the extent possible, such border controls as may be necessary to prevent and detect trafficking in persons.
2.     Each State Party shall adopt legislative or other appropriate measures to prevent, to the extent possible, means of transport operated by commercial carriers from being used in the commission of offences established in accordance with article 5 of this Protocol.
3.     Where appropriate, and without prejudice to applicable international conventions, such measures shall include establishing the obligation of commercial carriers, including any transportation company or the owner or operator of any means of transport, to ascertain that all passengers are in possession of the travel documents required for entry into the receiving State.
4.     Each State Party shall take the necessary measures, in accordance with its domestic law, to provide for sanctions in cases of violation of the obligation set forth in paragraph 3 of this article.

5.     Each State Party shall consider taking measures that permit, in accordance with its domestic law, the denial of entry or revocation of visas of persons implicated in the commission of offences established in accordance with this Protocol.

6.     Without prejudice to article 27 of the Convention, States Parties shall consider strengthening cooperation among border control agencies by, inter alia, establishing and maintaining direct channels of communication.

Article 12
Security and control of documents.

    Each State Party shall take such measures as may be necessary, within available means:
a)    To ensure that travel or identity documents issued by it are of such quality that they cannot easily be misused and cannot readily be falsified or unlawfully altered, replicated or issued; and

b)    To ensure the integrity and security of travel or identity documents issued by or on behalf of the State Party and to prevent their unlawful creation, issuance and use.

Article 13
Legitimacy and validity of documents.

    At the request of another State Party, a State Party shall, in accordance with its domestic law, verify within a reasonable time the legitimacy and validity of travel or identity documents issued or purported to have been issued in its name and suspected of being used for trafficking in persons.

IV. Final provisions.
Article 14
Saving clause.

1.     Nothing in this Protocol shall affect the rights, obligations and responsibilities of States and individuals under international law, including international humanitarian law and international human rights law and, in particular, where applicable, the 1951 Convention3 and the 1967 Protocol4 relating to the Status of Refugees and the principle of non-refoulement as contained therein.

2.     The measures set forth in this Protocol shall be interpreted and applied in a way that is not discriminatory to persons on the ground that they are victims of trafficking in persons. The interpretation and application of those measures shall be consistent with internationally recognized principles of non-discrimination.

Article 15
Settlement of disputes.

l.     States Parties shall endeavour to settle disputes concerning the interpretation or application of this Protocol through negotiation.
2.     Any dispute between two or more States Parties concerning the interpretation or application of this Protocol that cannot be settled through negotiation within a reasonable time shall, at the request of one of those States Parties, be submitted to arbitration. If, six months after the date of the request for arbitration, those States Parties are unable to agree on the organization of the arbitration, any one of those States Parties may refer the dispute to the International Court of Justice by request in accordance with the Statute of the Court.
3.     Each State Party may, at the time of signature, ratification, acceptance or approval of or accession to this Protocol, declare that it does not consider itself bound by paragraph 2 of this article. The other States Parties shall not be bound by paragraph 2 of this article with respect to any State Party that has made such a reservation.
4.     Any State Party that has made a reservation in accordance with paragraph 3 of this article may at any time withdraw that reservation by notification to the Secretary-General of the United Nations.

Article 16
Signature, ratification, acceptance, approval and accession.

1.     This Protocol shall be open to all States for signature from 12 to 15 December 2000 in Palermo, Italy, and thereafter at United Nations Headquarters in New York until 12 December 2002.

2.     This Protocol shall also be open for signature by regional economic integration organizations provided that at least one member State of such organization has signed this Protocol in accordance with paragraph 1 of this article.
3.     This Protocol is subject to ratification, acceptance or approval. Instruments of ratification, acceptance or approval shall be deposited with the Secretary-General of the United Nations. A regional economic integration organization may deposit its instrument of ratification, acceptance or approval if at least one of its member States has done likewise. In that instrument of ratification, acceptance or approval, such organization shall declare the extent of its competence with respect to the matters governed by this Protocol. Such organization shall also inform the depositary of any relevant modification in the extent of its competence.

4.     This Protocol is open for accession by any State or any regional economic integration organization of which at least one member State is a Party to this Protocol. Instruments of accession shall be deposited with the Secretary-General of the United Nations. At the time of its accession, a regional economic integration organization shall declare the extent of its competence with respect to matters governed by this Protocol. Such organization shall also inform the depositary of any relevant modification in the extent of its competence.

Article 17
Entry into force.

1.     This Protocol shall enter into force on the ninetieth day after the date of deposit of the fortieth instrument of ratification, acceptance, approval or accession, except that it shall not enter into force before the entry into force of the Convention. For the purpose of this paragraph, any instrument deposited by a regional economic integration organization shall not be counted as additional to those deposited by member States of such organization.
2.     For each State or regional economic integration organization ratifying, accepting, approving or ac ceding to this Protocol after the deposit of the fortieth instrument of such action, this Protocol shall enter into force on the thirtieth day after the date of deposit by such State or organization of the relevant instrument or on the date this Protocol enters into force pursuant to paragraph 1 of this article, whichever is the later.

Article 18
Amendment.

1.     After the expiry of five years from the entry into force of this Protocol, a State Party to the Protocol may propose an amendment and file it with the Secretary-General of the United Nations, who shall thereupon communicate the proposed amendment to the States Parties and to the Conference of the Parties to the Convention for the purpose of considering and deciding on the proposal. The States Parties to this Protocol meeting at the Conference of the Parties shall make every effort to achieve consensus on each amendment. If all efforts at consensus have been exhausted and no agreement has been reached, the amendment shall, as a last resort, require for its adoption a two-thirds majority vote of the States Parties to this Protocol present and voting at the meeting of the Conference of the Parties.

2.     Regional economic integration organizations, in matters within their competence, shall exercise their right to vote under this article with a number of votes equal to the number of their member States that are Parties to this Protocol. Such organizations shall not exercise their right to vote if their member States exercise theirs and vice versa.

3.     An amendment adopted in accordance with paragraph 1 of this article is subject to ratification, acceptance or approval by States Parties.
4.     An amendment adopted in accordance with paragraph 1 of this article shall enter into force in respect of a State Party ninety days after the date of the deposit with the Secretary-General of the United Nations of an instrument of ratification, acceptance or approval of such amendment.
5.     When an amendment enters into force, it shall be binding on those States Parties which have expressed their consent to be bound by it. Other States Parties shall still be bound by the provisions of this Protocol and any earlier amendments that they have ratified, accepted or approved.

Article 19
Denunciation.

1.     A State Party may denounce this Protocol by written notification to the Secretary-General of the United Nations. Such denunciation shall become effective one year after the date of receipt of the notification by the Secretary-General.
2.     A regional economic integration organization shall cease to be a Party to this Protocol when all of its member States have denounced it.

Article 20
Depositary and languages.

1.     The Secretary-General of the United Nations is designated depositary of this Protocol.
2.     The original of this Protocol, of which the Arabic, Chinese, English, French, Russian and Spanish texts are equally authentic, shall be deposited with the Secretary-General of the United Nations.

IN WITNESS WHEREOF, the undersigned plenipotentiaries, being duly authorized thereto by their respective Governments, have signed this Protocol.