Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 568. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 959  —  568. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um aðkomu Íslands að stríðsrekstri í Írak og Afganistan.

Frá Árna Þór Sigurðssyni.



     1.      Hver er aðkoma Íslands að stríðsrekstri í Írak og Afganistan, ef einhver er, og hver hefur hún þá verið frá því að stríðsreksturinn hófst?
     2.      Í hverju felast aðgerðir Atlantshafsbandalagsins í Írak og Afganistan og á hvaða réttarheimildum byggjast þær?
     3.      Er um að ræða þróunaraðstoð af Íslands hálfu við þessi lönd, og ef svo er, hvernig er þeim fjármunum varið?
     4.      Stendur til að breyta aðkomu Íslands á einhvern hátt að þessum málum, þ.e. ef hún er einhver?


Skriflegt svar óskast.