Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 229. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Prentað upp.     

Þskj. 1076  —  229. mál.
Texti leiðréttur.




Breytingartillögur



við frv. til l. um vátryggingastarfsemi.

Frá 1. minni hluta viðskiptanefndar (EyH, MT).



     1.      Við 1. gr. bætist ný málsgrein, 1. mgr., svohljóðandi:
                  Tilgangur laga þessara er að tryggja að vátryggingafélög séu rekin á heilbrigðan og eðlilegan hátt með hagsmuni vátryggðra, vátryggingartaka, hluthafa og alls þjóðarbúsins að leiðarljósi.
     2.      3. mgr. 56. gr. orðist svo:
                  Endurskoðendur félags eiga rétt á að sitja stjórnar- og félagsfundi í vátryggingafélagi og er skylt að mæta á aðalfundi.
     3.      Við 1. mgr. 57. gr. bætist nýr stafliður, a-liður, svohljóðandi: mikilvæg atriði er varða rekstur félagsins, sérstaklega vankanta á innra eftirliti með fjárhag félagsins,
     4.      Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


                  Við gildistöku laga þessara skal efnahags- og viðskiptaráðherra skipa nefnd til að marka pólitíska stefnu og tillögur um löggjöf vegna vátryggingamarkaðarins. Við vinnu nefndarinnar skal sérstaklega horft til þess hvernig tryggja má aukna fjölbreytni á vátryggingamarkaði, starfsemi gagnkvæmra tryggingafélaga og meiri samkeppni. Nefndin skal skila tillögum til ráðherra, eftir atvikum í frumvarpsformi, fyrir 1. janúar 2011.