Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 576. máls.
138. löggjafarþing 2009–2010.
Þskj. 1298  —  576. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 30/2008, um upprunaábyrgð á raforku sem framleidd er með endurnýjanlegum orkugjöfum o.fl.

Frá iðnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðjón Axel Guðjónsson frá iðnaðarráðuneyti. Nefndinni bárust umsagnir um frumvarpið frá Landsvirkjun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Orkubúi Vestfjarða hf., Orkustofnun, Rafiðnaðarsambandi Íslands, RARIK, Ríkisendurskoðun, ríkisskattstjóra, Seðlabanka Íslands, tollstjóranum í Reykjavík, Umhverfisstofnun, Valorku ehf., Vegagerðinni og Viðskiptaráði Íslands.
    Með frumvarpinu er lagt til að innleiða í íslenskan rétt ákvæði um skyldu til útgáfu upprunaábyrgða á raforku frá samvinnslu með góða orkunýtni sem er að finna í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/8/EB, um að auka samvinnslu raf- og varmaorku sem byggist á eftirspurn eftir notvarma á innri orkumarkaðinum og um breytingu á tilskipun 92/42/EBE. Tilskipunin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES- nefndarinnar nr. 151/2006.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Alþingi, 11. júní 2010.



Skúli Helgason,


form., frsm.


Gunnar Bragi Sveinsson.


Jón Gunnarsson.



Jónína Rós Guðmundsdóttir.


Tryggvi Þór Herbertsson.


Margrét Tryggvadóttir.



Sigmundur Ernir Rúnarsson.